Virkni í Kötlueldstöðinni og nágrenni hennar síðan 1999 og hugsanleg þróun atburðarásar [The activity at the central volcano Katla and its vicinity since 1999 and possible scenarios]

Katla er ein virkasta og hættulegasta eldstöð Íslands. Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um aukna virkni í henni og nánasta umhvefi hennar, þar með talinn Eyjafjallajökul (mynd 1). Íslenskar jarðvísindastofnanir hafa tekið höndum saman um að fylgjast með framvindu mála. Helstu aðferðir við...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Einarsson, P., Soosalu, H., Sturkell, F., Sigmundsson, F., Geirsson, H.
Other Authors: Guðmundsson, M. T., Gylfason, A. G.
Format: Book Part
Language:English
Published: University Press 2005
Subjects:
Online Access:http://eprints.esc.cam.ac.uk/1533/
http://eprints.esc.cam.ac.uk/1533/1/Einarsson_P_Activity_at_centyral_volcano_Katla_._%282005%29pp_151-159.pdf
Description
Summary:Katla er ein virkasta og hættulegasta eldstöð Íslands. Á síðustu árum hafa komið fram vísbendingar um aukna virkni í henni og nánasta umhvefi hennar, þar með talinn Eyjafjallajökul (mynd 1). Íslenskar jarðvísindastofnanir hafa tekið höndum saman um að fylgjast með framvindu mála. Helstu aðferðir við eftirlitið eru þessar: 1. Jarðskjálftamælingar. 2. Mælingar á aflögun jarðskorpunnar umhverfis eldstöðina. 3. Mælingar á ám sem renna frá Mýrdalsjökli, bæði rennsli og efnainnihaldi. 4. Mælingar á breytingum á yfirborði jökulsins. Mælingarnar hafa gefið mikilsverðar upplýsingar um innri gerð og virkni Kötlu og Eyjafjallajökuls sem nauðsynlegar eru til þess að geta gert sér grein fyrir líklegri þróun og framvindu atburðarásarinnar. Þegar meta skal hættu sem af eldstöðvunum stafar er þýðingarmikið að hafa yfirlit yfir hugsanlegar sviðsmyndir virkninnar og mat á líkum hverrar fyrir sig. Katla er stórvirk og ákaflega fjölhæf eldstöð. Jafnvel þótt gos á sögulegum tíma hafi verið talin fremur lík hvert öðru, þá eru greinileg ummerki eftir virkni af fjölbreytilegu tagi á forsögulegum tíma (kafli II). Þá gefur atburðarás síðustu ára tilefni til grunsemda um að næsta gos geti orðið nokkuð frábrugðið síðustu gosum. Í þessum kafla verður stuttlega gerð grein fyrir atburðarásinni til ársloka 2004, túlkun á henni, og hvernig hugsanleg þróun hennar gæti orðið. Um nánari upplýsingar er vísað til greina sem birtar hafa verið í ýmsum tímaritum um jarðvísindaleg efni.