„Nú getur maður bara 'tjillað' í Reykjavík.“ Rannsókn á áhrifum samfélagsbreytinga á Austurlandi á stöðu austfirskra kvenna.

Nýliðinn áratugur var áratugur umróts og breytinga á Austurlandi. Stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar, bygging Kárahnjúkastíflu og álvers Alcoa Fjarðaáls, sköpuðu fjölmörg störf og meðan á framkvæmdum stóð fjölgaði mjög íbúum á svæðinu sem hafði búið við fólksfækkun og ýmsar breytingar áttu sér stað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9998
Description
Summary:Nýliðinn áratugur var áratugur umróts og breytinga á Austurlandi. Stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar, bygging Kárahnjúkastíflu og álvers Alcoa Fjarðaáls, sköpuðu fjölmörg störf og meðan á framkvæmdum stóð fjölgaði mjög íbúum á svæðinu sem hafði búið við fólksfækkun og ýmsar breytingar áttu sér stað t.d. hvað varðaði þjónustu, húsnæðisverð og atvinnuhætti. Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf austfirskra kvenna til ýmissa þátta í nærsamfélaginu með tilliti til þessara samfélagsbreytinga. Einnig var sjónum beint að því hvort samþætting kynjasjónarmiða hefði verið höfð að leiðarljósi við stefnumótum framkvæmdanna eða í framtíðarsýn fyrir landshlutann. Sjónarhorni femínískrar félagsfræði og eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt til að fanga veruleika kvenna á Austurlandi. Meginstoð gagnaöflunar voru viðtöl við fjórtán austfirskar konur auk greiningar á viðtölum úr vöktunarrannsókn RHA á samfélagsáhrifum framkvæmdanna. Einnig var unnið úr gögnum frá Hagstofu Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að framkvæmdirnar hafi ekki breytt miklu varðandi atvinnumöguleika kvenna á Austurlandi. Helstu breytingarnar sem konurnar fundu fyrir í eigin lífi fólust í aðgengi að lágvöruverðsverslun og bættu aðgengi að menntun. Almennt var sýn þeirra á samfélagið jákvæð þó bent hefði verið á neikvæða tilhneigingu til flokkadrátta og þær konur sem ekki áttu sterkar rætur á Austurlandi nefndu erfiðleika við að komast inn í samfélagið. Abstract The first decade of the new millenium was one of upheaval and change in East Iceland. The largest construction projects in Iceland to date, Kárahnjúkar dam and the Fjarðaál Alcoa aluminium smelter, created a large number of jobs and during that period the population which had been on a slow decline rose dramatically followed by various changes in the near-community. The aim of this research is to explore the views of women in East Iceland towards various elements in their near-community with regard to the societal changes inflicted by the constuction period. Furthermore, ...