Bendilukt steinsteypa úr íslenskum efnum

Í þessu meistaraverkefni voru gerðar rannsóknir á hegðun bendiluktra steinsteyptra súlna undan áslægu álagi. Súlurnar sem prófaðar voru, voru í fullri stærð með mismunandi lang- og þverjárnabendingu. Aðaláherslan var á notkun steinsteypu með íslenskum fylliefnum og var markmiðið að komast að því hvo...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Páll Viggó Bjarnason 1982-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9904
Description
Summary:Í þessu meistaraverkefni voru gerðar rannsóknir á hegðun bendiluktra steinsteyptra súlna undan áslægu álagi. Súlurnar sem prófaðar voru, voru í fullri stærð með mismunandi lang- og þverjárnabendingu. Aðaláherslan var á notkun steinsteypu með íslenskum fylliefnum og var markmiðið að komast að því hvort seigla og þrýstistyrkur steinsteyptra bendiluktra súlna, steyptum með íslenskri steinsteypu væri skv. reglum í evrópskum stöðlum fyrir jarðskjálftahönnun steinsteyptra mannvirkja. Íslensk fylliefni eru gljúp. Mettivatn í íslenskum fylliefnum er í kringum 3 – 8 %, á meðan mettivatn í fylliefnum í norður Evrópu er í kringum 0,5 %. Vegna hás hlutfalls holrýmis í íslenskum fylliefnum eru þrýstistyrkur og fjaðurstuðull þeirra lágur. Fjaðurstuðull íslenskrar steinsteypu er því lægri en þau gildi sem sett eru fram í evrópskum þolhönnunarstöðlum. Áhrif lykilbreytistærða eins og þrýstiþols steinsteypu, fjaðurstuðuls steinsteypu, flotstyrks þverbendingar, útfærslu þverbendingar, millibils á milli lykkja, hlutfalls þverbendingar, hlutfalls langjárnabendingar og áhrifa frá steypuhulu eru skoðuð í þessari rannsókn. Þekkt er að þverjárnabending sem umlykur kjarna steinsteypu skilar auknum styrk og aukinni seiglu í þversniði úr steinsteypu. Spurningin um hversu mikil aukning verður á seiglu er sérstaklega áhugaverð við jarðskjálftahönnun mannvirkja. Í löndum eins og Íslandi, þar sem jarðskjálftar eru tíðir þurfa mannvirki að geta þolað snögglega verulega álagsaukningu. Því er þekking á hegðun steinsteyptra mannvirkja, við aðstæður þar sem formbreytingar geta orðið miklar, nauðsynleg og afar dýrmæt. Rannsóknin snérist um prófanir á járnbentum steinsteyptum súlum með mismunandi hlutfalli lang- og þverjárna og mismunandi millibila á milli bendilykkja. Í heild voru 14 súlur í fullri stærð steyptar lóðréttar á rannsóknastofu byggingarsviðs við Háskólann í Reykjavík (SEL). Súlurnar voru prófaðar undan áslægu álagi, 28 dögum eftir niðurlögn. Þar sem að súlurnar voru keyrðar í brot með vökvapressu með hraðstýringu á álagi. Niðurstöður ...