Refsistefna í fíkniefnalöggjöf: blessun eða böl?

Í ritgerð þessari er fjallað um refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna árangur refsistefnunnar sem hefur verið viðhöfð í hartnær heila öld. Í því skyni athugaði höfundur þróun refsiákvæða í fíkniefnalöggjöf frá upphafi en einnig meðalþyngd óskilorðsbundinna Hæs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhannes Stefánsson 1988-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9884
Description
Summary:Í ritgerð þessari er fjallað um refsistefnu í fíkniefnalöggjöf. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar var að kanna árangur refsistefnunnar sem hefur verið viðhöfð í hartnær heila öld. Í því skyni athugaði höfundur þróun refsiákvæða í fíkniefnalöggjöf frá upphafi en einnig meðalþyngd óskilorðsbundinna Hæstaréttardóma í fíkniefnamálum frá 1972 – 2010. Við athugun kom í ljós að refsirammi fíkniefnalöggjafarinnar hefur verið víkkaður mikið út og hefur meðalþyngd óskilorðsbundinna dóma að sama skapi aukist nokkuð mikið. Höfundur kannaði einnig ýmis gögn til að geta sýnt fram á þróun fíkniefnavandans, en hann hefur aukist nokkuð afdráttarlaust til langs tíma miðað við tölfræði meðferðarstofnana, lögreglu og niðurstöður neyslukannana og annarra rannsókna. Þynging refsinga virðist því hafa haft mjög takmörkuð áhrif í þá átt að draga úr vandanum. Virðist refsistefnan að mörgu leyti skorta stoðir á vísindalegum grundvelli. Í ritgerðinni eru helstu kenningar afbrotafræðinnar reifaðar stuttlega og einnig fjallað um refsingar. Sérstök áhersla er lögð á að komast að niðurstöðu um almenn og sértæk varnaðaráhrif refsinga við fíkniefnabrotum. Niðurstöður höfundar benda til þess að almenn varnaðaráhrif refsinga vegna fíkniefnabrota séu mjög takmörkuð og sértæk varnaðaráhrif einnig. Sértæku varnaðaráhrifin virðast minnst meðal ungra afbrotamanna. Að lokum er lagt mat á árangur refsistefnunnar í heild sinni út frá markmiðum hennar. Árangri virðist í heildina verulega ábótavant auk þess sem refsistefnan kann að hafa í för með sér ýmsar ófyrirséðar hliðarverkanir. Í ritgerðinni kemur í ljós að lönd með þyngri og strangari viðurlög við fíkniefnabrotum hafa ekki náð fýsilegri árangri en Íslendingar. Í ljósi góðrar reynslu annarra landa af frjálslyndi í fíkniefnalöggjöf kemst höfundur að þeirri niðurstöðu að tilefni sé til að endurskoða fíkniefnalöggjöfina hér á landi með það fyrir sjónum að ná betri árangri og sýnist þá best að taka frjálslyndari stefnu í málaflokknum en verið hefur. The subject of this paper is to analyze in general the ...