Hreyfing og heilbrigði leikskólabarna

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessu verkefni er fjallað um hreyfingu og heilbrigði leikskólabarna. Unnið er útfrá þeim spurningum hvort leikskólabörn fái nægilega hvatningu og aðstöðu til að hreyfa sig, hvers vegna þau ættu að stunda hreyfingu og hvort leikskólar s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björk Óladóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/988
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Í þessu verkefni er fjallað um hreyfingu og heilbrigði leikskólabarna. Unnið er útfrá þeim spurningum hvort leikskólabörn fái nægilega hvatningu og aðstöðu til að hreyfa sig, hvers vegna þau ættu að stunda hreyfingu og hvort leikskólar séu nægilega duglegir að sinna hreyfiþroska barnanna? Fjallað er ítarlega um leik og hreyfileik barna sem mikilvægan þátt í þroska þeirra og uppeldi. Hlutverk leikskóla í því að skapa börnum gott og hvetjandi umhverfi til að örva hreyfiþroska þeirra. Fjallað er um hreyfingu út frá fræðilegum forsendum, hvað þau segja um mikilvægi þess að leikskólabörn stundi hreyfiþjálfun og iðki hreyfileiki og hvers vegna þessi aldur sé mikilvægur til örvunar hreyfiþroskans. Leitað er svara meðal annars með því að gera könnun í leikskólum á Akureyri á hvern hátt þeir sinni hreyfiþroska barna og niðurstöður birtar. Einnig eru sýndar nokkrar áætlanir sem hægt er að framkvæma í hreyfistundum með leikskólabörnum. Hreyfing hefur áhrif á marga þroskaþætti barna, til dæmis félagsþroskann sem eflist þegar börn vinna saman. Þau börn sem stunda hreyfingu og íþróttir eru líklegri til að vera ánægðari með líf sitt og eru sjálfsöruggari. Hreyfing hefur einnig gott forvarnagildi, til dæmis gagnvart ofþyngd og offitu barna sem virðist því miður verið að aukast síðustu ár.