Ergelsi. Gamanleikur í þremur þáttum

Leikritið Ergelsi er gamanleikur í þremur þáttum og fjallar um Björgu, tæplega fertugan rithöfund úr Reykjavík sem kemur á æskuslóðirnar til að hugsa um aldraðan föður sinn meðan móðir hennar fer í frí til Tenerife. Björg er nýlega skilin við fyrrum eiginmann sinn Harald en saman eiga þau soninn Brj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Ó. Sigurðardóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9856
Description
Summary:Leikritið Ergelsi er gamanleikur í þremur þáttum og fjallar um Björgu, tæplega fertugan rithöfund úr Reykjavík sem kemur á æskuslóðirnar til að hugsa um aldraðan föður sinn meðan móðir hennar fer í frí til Tenerife. Björg er nýlega skilin við fyrrum eiginmann sinn Harald en saman eiga þau soninn Brján, tólf ára. Á meðan Björg dvelur í sveitinni ætlar hún ekki einungis að hlúa að Brjáni og föður sínum heldur ætlar hún einnig að skrifa handrit að þáttum sem byggja á metsölubókum hennar um leynilögreglukonuna Karólínu. Auk handritsins sem framleiðendur þáttanna bíða óþreyjufullir, er Björg komin í tímaþröng með næstu bók sem hún á að skila af sér innan skamms. Þegar Björg kemur í sveitina er gamla vinkona hennar, Silja, einnig stödd þar en á unglingsárunum voru þær mjög nánar. Þegar Björg hefur komið sér fyrir í sveitinni og hyggst hefja skrifin verður henni ekkert úr verki sökum stöðugs ytra áreitis. Sú spenna og ringulreið sem myndast nær hámarki þar til Björg er við það að tapa áttum. Leikritið er í megindráttum gamanleikur, hálfgerður farsi, en einnig öðruvísi ástarsaga sem afhjúpast smám saman. Opinn aðgangur en gott væri ef hægt er að sleppa greinargerð (ef ekki þá nær það ekki lengra). Ekki má ljósrita nema með leyfi frá höfundi.