Er munur á verðvitund á matvöru milli Dana og Íslendinga?

Ritgerðin er lokuð Matvörumarkaðurinn í Danmörku og á Íslandi einkennis af fákeppni þar sem að þrír stærstu aðilarnir á báðum mörkuðum eru með um 80% markaðshludeild af markaðnum. Markaðssamþjöppun hefur aukist mikið undanfarin ár þar sem að margar litlar verslanir hafa horfið af markaðunum eða same...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Viktoría Ólafsdóttir 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9771
Description
Summary:Ritgerðin er lokuð Matvörumarkaðurinn í Danmörku og á Íslandi einkennis af fákeppni þar sem að þrír stærstu aðilarnir á báðum mörkuðum eru með um 80% markaðshludeild af markaðnum. Markaðssamþjöppun hefur aukist mikið undanfarin ár þar sem að margar litlar verslanir hafa horfið af markaðunum eða sameinast stærri fyrirtækjum. Verðvitund neytenda er mikilvæg til þess að viðhalda góðri og heilbrigðri samkeppni, því að með aukinni verðvitund neytenda þá eru þeir meðvitaðari um óeðlilega hátt vöruverð og eru meira vakandi fyrir verðbreytingum á vörum. Í þessari skýrslu var skoðað hvort að það væri munur á verðvitund Dana og Íslendinga. Sendur var út spurningalisti til bæði Dana og Íslendinga með tölvupósti og í gegnum samskiptaforritið Facebook. Niðurstöður úr könnuninni voru síðan bornar saman og fylgin á milli þeirra skoðuð til þess að svara þeim tilgátum sem að skýrsluhöfundur setti fram. Niðurstöður skýrsluhöfundar gefa til kynna að það sé munur á verðvitund Dana og Íslendinga og það sem helst hefur áhrif á hana er sú að danir eru líklegri til þess að bera saman verða á matvöru milli matvörubúða og eru tilbúnir að leggja meira á sig til að kaupa matvöru á hagstæðara verði.