Fyrirkomulag gengismála : framtíðarmöguleikar Íslands

Markmið þessa verkefnis var að kanna þá möguleika sem Ísland hefur í gengismálum og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru framtíðarmöguleikar Íslands í gengis og gjaldeyrismálum og hvaða leið er ákjósanlegust til þess að geta viðhaldið stöðugleika hér á landi? Seðlabanki Íslan...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Árni Húnfjörð Brynjarsson 1984-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9770
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis var að kanna þá möguleika sem Ísland hefur í gengismálum og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru framtíðarmöguleikar Íslands í gengis og gjaldeyrismálum og hvaða leið er ákjósanlegust til þess að geta viðhaldið stöðugleika hér á landi? Seðlabanki Íslands gerði veigamikla breytingu á peningamálastefnu Íslands árið 2001, þegar horfið var frá fastgengisstefnu með stöðugu gengi og tekið var upp verðbólgumarkmið. Markmið peningamálastefnunnar er stöðugt verðlag sem er skilgreint þannig að árleg verðbólga, sem er reiknuð með hækkun vísitölu neysluverðs, verði að jafnaði sem næst verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Það þýðir að 12 mánaða verðbólga hér á landi verði sem næst 2,5%. Þegar árangur peningamálastefnunnar er skoðaður er augljóst að afar illa hefur tekist til. Á þessu 120 mánaða tímabili hefur verðbólgan aðeins verið undir þessum markmiðum í samtals 20 mánuði. Verðbólgan hefur því verið yfir mörkunum í 100 mánuði eða í rúmlega 83% þess tíma sem verðbólgumarkmiðið hefur verið við lýði. Nokkrar leiðir eru færar sem framtíðarmöguleikar í gengismálum fyrir Ísland, en í raun eru aðeins tveir kostir raunhæfir. Annað hvort sá að halda núverandi peningamálastefnu og þá íslensku krónunni eða að ganga inn í Evrópusambandið og taka upp evruna í gegnum Efnahags- og myntbandalag Evrópu. Núverandi peningamálastefna hefur ekki þann trúverðugleika sem þarf að vera og er hagkerfinu sem og krónunni haldið í fjötrum gjaldeyrishafta og mun svo líklega verða áfram í einhvern tíma. Að mati höfundar er ákjósanlegasti kosturinn sá að Ísland afsali sér sjálfstæði í peningamálum og gerist aðili að EMU með inngöngu í ESB. Aðeins þannig næst sá stöðugleiki í efnahagsmálum sem nauðsynlegur er og þá er hægt að byggja upp betra Ísland með minni óvissu, öllum til hagsbóta.