Aukin gæði náms í leikskóla : góðir hlutir gerast hægt. og festast þá í sessi

Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á árangri og festingu þróunarverkefnisins Aukin gæði náms – AGN, sem unnið var í leikskólanum Tröllaborgum á Akureyri árin 2005–2007. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða árangur varð af verkefninu þá, hvort tekist hafi að halda þeim árangri fram til dags...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jakobína Elín Áskelsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9724
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sagt frá rannsókn á árangri og festingu þróunarverkefnisins Aukin gæði náms – AGN, sem unnið var í leikskólanum Tröllaborgum á Akureyri árin 2005–2007. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvaða árangur varð af verkefninu þá, hvort tekist hafi að halda þeim árangri fram til dagsins í dag og hvað varð til þess. Sagt er frá AGN-skólaþróunarlíkaninu og hvað talið er þurfa til að ná árangri í skólaþróun. Leitað var til starfsmanna leikskólans til að fá álit og mat á AGNinu, árangri þess og festingu í starfi leikskólans. Kannað var hvort starfsmenn teldu vinnubrögð AGNsins virk í starfi leikskólans í dag, hvernig það birtist í daglegu starfi og hvaða viðhorf starfsmenn hefðu til áframhaldandi starfs á forsendum AGNsins. Rannsóknin er eigindleg og settir voru upp rýnihópar meðal starfsmanna. Óformleg og hálfopin viðtöl við rýnihópana urðu fyrir valinu þar sem stuðst var við viðtals- og spurningaramma með nokkrum opnum spurningum. Gögnum var safnað í leikskólanum auk þess sem skýrslur frá þróunarverkefninu voru nýttar sem rannsóknargögn. Meginniðurstöður rannsóknarinnar sýna að AGNið hefur náð að festast í sessi og skilað skólaþróun í þágu barnanna. Starfsmenn hafa eflst faglega og leikskólinn styrkst að sama skapi. Vinnubrögð AGNsins eru virk í daglegu starfi og viðhaldast með umræðum, verkefnum og dreifðri ákvarðanatöku. Helsti ávinningur leikskólans sem stofnun er aukin umræða, samheldni, virkni og þátttaka allra sem í skólanum starfa. Heilt yfir hefur leikskólinn styrkst og allir bætt við sig þekkingu og reynslu, bæði kennarar og ófaglærðir. AGNið hefur stuðlað að jafnræði innan starfsmannahópsins og fagmennska hefur aukist. Árangurinn hefur meðal annars viðhaldist vegna þess að stjórnendur, sem og aðrir starfsmenn, hafa fundið öryggi og vellíðan í vinnubrögðum AGNsins og því viljað viðhalda þeim í hugsun og verkefnum leikskólans. Dagleg umræða um AGN-vinnubrögðin og verkefnin innan leikskólans hafa orðið til þess að festa AGNið í sessi, það lifir í orðræðu og staðblæ skólans. This thesis is ...