Er þörf á sérstökum stjórnlagadómstól á Íslandi?

Í þessari ritgerð er skoðað upphaf og þróun stjórnskipulegs endurskoðunarvalds á Íslandi. Ekki er deilt um það að dómstólar hér á landi hafi vald til að víkja lögum til hliðar telji þeir að þau brjóti í bága við stjórnarskrána. Skiptar skoðanir hafa verið um umfang endurskoðunar¬valdsins, það er hve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Ólafsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9699
Description
Summary:Í þessari ritgerð er skoðað upphaf og þróun stjórnskipulegs endurskoðunarvalds á Íslandi. Ekki er deilt um það að dómstólar hér á landi hafi vald til að víkja lögum til hliðar telji þeir að þau brjóti í bága við stjórnarskrána. Skiptar skoðanir hafa verið um umfang endurskoðunar¬valdsins, það er hversu mikið ósamræmi þarf að vera milli laga og stjórnarskrár þegar þeir meta stjórnskipulegt gildi laga. Eins hefur verið rætt hvort mis mikið ósamræmi þurfi að vera til staðar eftir því hvaða réttindi eiga í hlut. Mikil fjölgun hefur orðið á málum fyrir Hæstarétti sem snerta stjórnskipulegt gildi þeirra og að sama skapi hefur þeim úrskurðum, þar sem lögum er vikið til hliðar, fjölgað. Þessa fjölgun má rekja til þeirra miklu breytinga sem urðu á stjórnarskrá Íslands þegar mannréttinda-kaflanum var bætt inn árið 1995. Skoðað er fyrirkomulag endurskoðunarvaldsins í Þýskalandi þar sem er starfræktur sérstakur stjórnlagadómstóll, Bundesverfassungsgericht, og í Bandaríkjunum þaðan sem endur¬skoðunarvaldið er upprunnið og hefur haldist í höndum hæstaréttar frá upphafi. Litið er síðan á það hvort það skipulag sem er á endurskoðunarvaldi á Íslandi henti þeirri stjórnskipan sem nú er. Miklar umræður urðu um þetta vald í kjölfar þeirra mörgu dóma sem fallið hafa frá stjórnarskrárbreytingunni. Skoðaðar eru þær tillögur um breytingar sem komið hafa. Má þar helst nefna stofnun lagaskrifstofu sem hefði það hlutverk að yfirfara lagafrum¬vörp með tilliti til samræmis við stjórnarskrá áður en þau eru samþykkt sem lög af Alþingi. Ein af ástæðunum fyrir miklum áhuga á stofnun lagaskrifstofu er að gæði laga þykja ekki hafa verið næg undanfarin ár. Einnig er litið á það hvort þörf sé á sérstökum stjórnlaga-dómstól á Íslandi og hvaða hugmyndir menn hafa um stofnun slíks dómsstigs. In this essay, the beginning and development of judicial review in Iceland will be analyzed. No dispute is about the power of the Icelandic court overlooking laws that they think are not compatible with the constitution. Different opinions are about the scope of ...