Skaðsemisábyrgð á Íslandi og Danmörku : bótaábyrgð framleiðenda og dreifingaraðila

Eins og titill ritgerðarinnar gefur til kynna fjallar hún um Skaðsemisábyrgð en þó aðallega bótagrundvöll framleiðanda og dreifingaraðila. Evrópubandalagið gaf út tilskipun árið 1985 til aðildarríkja um samræmingu á lögum um skaðsemisábyrgð. Ísland hvorki var né er aðildarríki að Evrópubandalaginu o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingvi Hrafn Ingvason
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9698
Description
Summary:Eins og titill ritgerðarinnar gefur til kynna fjallar hún um Skaðsemisábyrgð en þó aðallega bótagrundvöll framleiðanda og dreifingaraðila. Evrópubandalagið gaf út tilskipun árið 1985 til aðildarríkja um samræmingu á lögum um skaðsemisábyrgð. Ísland hvorki var né er aðildarríki að Evrópubandalaginu og var því leitað til Danmerkur varðandi lagasetningu um skaðsemisábyrgð. Lögin í Danmörku tóku gildi árið 1989, íslensku lögin tóku gildi 1.jan árið 1992. Lögin um skaðsemisábyrgð á Íslandi eru nr. 25/1991. En hvernig var eldri réttur ? Áður en lögin á Íslandi tóku gildi þá voru engin lög sem beinlínis tóku á þeim tjónum sem vörðuðu hættulega eiginleika á söluvörum. Þá var gripið til þess að beita Kauplögunum til að ná fram niðurstöðu, og þótti oft á tíðum erfitt. Dómstólar áttu að vera fordæmisgefandi en það var í raun ekki nægjanlegt því niðurstöður voru settar fram án rökstuðnings. Óvissan var því mikil. Farið verður almennt yfir skaðsemisábyrgð bæði óháð lögum og öfugt, tekin verða fyrir helstu álitaefni sem varða skaðsemisábyrgð á Íslandi. Síðar verður tekinn samanburður á 6. og 10. gr. íslensku og dönsku laganna. Dönsku lögin hafa gengið í gegnum breytingar og var 10. gr. sem fjallar um bótaábyrgð dreifingaraðila breytt árið 2006 í kjölfar máls sem danski landsrétturinn sendi EB dómstólnum til forúrskurðar. Með breytingunni eru Danir með mun skýrari 10. gr. en áður var. Af hverju hafa Íslendingar ekki fylgt Dönum í þessari lagasetningu ? Núna er Ísland aðili að EES samningum og verður Evrópuréttur tekinn fyrir með hliðsjón af bókun 35 sem kom með samningnum, hvort þjóðarréttur skuli ganga framar landsrétti við þær aðstæður sem kunna að koma upp. Í lokin er svo stutt samantekt um ritgerðina og niðurstöður hennar ræddar. As the title of the essay indicates, it focuses on product liability, primarily benefit the foundation manufacturer and distributor bottoms party. The European Community issued a Directive in 1985 to member states on harmonization of laws on product liability. Iceland was and is not a member ...