Þjóðsögur og gildi þeirra fyrir börn : kennsluverkefni um útilegumenn

Ritgerð þessi er lokaritgerð til 180 eininga B.Ed. prófs í grunnskólafræði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er þjóðsögur með áherslu á útilegumannasögur. Útgangspunktur ritgerðarinnar er þjóðsagan um Fjalla-Eyvind. Skoðað er hvaða gildi þjóðsögur og ævintýri hafa fyrir börn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Una Guðrún Einarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9589
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaritgerð til 180 eininga B.Ed. prófs í grunnskólafræði við Kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar er þjóðsögur með áherslu á útilegumannasögur. Útgangspunktur ritgerðarinnar er þjóðsagan um Fjalla-Eyvind. Skoðað er hvaða gildi þjóðsögur og ævintýri hafa fyrir börn og hvernig best er að miðla slíkum sögum til barna með tilliti til áhugasviðs og stöðu lestrarmála. Fjallað er um hvernig þjóðsögur miðla menningararfinum til barna og hvernig hægt er að nýta efni þeirra til kennslu um gamalt íslenskt handverk og handverksaðferðir. Þá er fjallað um hvernig nota má þjóðsögur, sérílagi útilegumannasögur við kennslu og er þemaverkefni sett fram í því sambandi. Þemaverkefnið er byggt á þremur sögum, þjóðsögunni um Fjalla-Eyvind, sögu Reynistaðarbræðra og Draugaslóð Kristínar Helgu Gunnarsdóttur. Umfjöllunarefnin gefa nemendum tækifæri til að ná tengingu við fortíðina og um leið að sjá að þjóðsögur eiga erindi við nútímann. Um þverfaglegt þemaverkefni er að ræða þar sem unnið er út frá fjölbreyttum markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla fyrir sjöunda bekk sem er aldurinn sem verkefnið tekur mið af. Því er námssálarfræði tólf til þrettán ára barna skoðuð sérstaklega með tilliti til þroska og hvaða erindi og gildi þjóðsögur hafa fyrir nemendur á þessum aldri. Tekið er tillit til þroska nemenda við val á kennsluaðferðum og vinnulagi þemaverkefnisins. Verkefnið hefur þjóðsögur að viðfangsefni en unnið er út frá bókmenntum, textílmennt, myndlist, tónlist og leiklist. Þörfin á að vekja áhuga og athygli barna og unglinga á þjóðsögum er brýn og gildi þjóðsagna fyrir börn er ótvírætt. Þjóðsögurnar miðla sögum af fólki og endurspegla gamla íslenska sagnahefð, þær miðla menningararfinum um leið og þær bjóða upp á mjög fjölbreytta og skemmtilega möguleika við kennslu í grunnskóla. This is a graduating thesis for a 180 credit B.Ed. degree in primary school studies from the Teachers’ Department at the University of Akureyri. It deals with folk tales with special emphasis on stories of Icelandic outlaws. ...