Útikennsla við Árskóla á Sauðárkróki

Verkefnið er lokað Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla. Útikennsla er kennsla sem á sér stað utandyra og er kennsluaðferð sem stuðlar að auknum skilningi nemenda á náttúru og umhverfi. Í Aðalnámskrá grunnsk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þuríður Elín Þórarinsdóttir, Katrín Ingólfsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9575
Description
Summary:Verkefnið er lokað Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed. gráðu í kennarafræðum við Háskólann á Akureyri. Viðfangsefni ritgerðarinnar er útikennsla. Útikennsla er kennsla sem á sér stað utandyra og er kennsluaðferð sem stuðlar að auknum skilningi nemenda á náttúru og umhverfi. Í Aðalnámskrá grunnskóla í náttúrufræði og umhverfismennt frá árinu 2007 er lögð áhersla á mikilvægi þess að kennsla fari að einhverju leyti fram utandyra en sýnt hefur verið fram á að útikennsla eykur virðingu og skilning nemenda á náttúrunni og umhverfinu. Útikennsla veitir einnig möguleika á frekari fjölbreytileika í námi og þar af leiðandi er komið til móts við ólíkar þarfir nemenda. Verkefnið er í tveimur hlutum, annars vegar fræðileg greinargerð og hins vegar verkefnabanki. Greinargerðin er fræðileg umfjöllun um útikennslu og ýmsa þætti hennar. Gerð er grein fyrir þætti útikennslu í Aðalnámskrám grunnskóla. Þar er fjallað um útikennslu sem aðferð til náms, tengingu við reynslu nemenda, samþættingu við útikennslu og hinna ýmsu námsgreina sem og samband manns við náttúru. Fjallað er um gildi útikennslu til eflingar skilningarvita nemenda og lögð áhersla á fjölgreindakenningu Gardners þar sem hann skiptir hinu breiða sviði mannlegrar þekkingar niður í átta greindir. Þáttur námsmats í útikennslu er reifaður og að lokum er fjallað um útikennslu í tengslum við Árskóla á Sauðárkróki. Verkefnabankinn inniheldur þrjú mismunandi verkefni þar sem leitast er við að samþætta útikennslu við kennslu inni í skólastofunni. Verkefnin eru ætluð kennurum og nemendum á miðstigi í Árskóla á Sauðárkróki og eru þau öll skipulögð út frá Litlaskógi sem er skóglendi skólans. Verkefnin eru öll tengd við námsmarkmið Aðalnámskrár grunnskóla og er þema þeirra fjölgreindakenning Gardners. Markmið þessa lokaverkefnis er að opna enn frekar augu kennara fyrir mikilvægi útikennslu í skólastarfi og að gera útikennslu aðgengilegri fyrir kennara Árskóla á Sauðárkróki. Abstract This paper is the final thesis for a B.Ed. degree in teaching at the University of Akureyri. ...