Kristni og staða trúarinnar í leikskólum Akureyrar

Þessi lokaritgerð fjallar um kristni í leikskólastarfi. Unnið var með rannsóknarspurningarnar: Hver er ástæðan fyrir kristni í leikskólum? Hver er staða leikskóla gagnvart trú, með áherslu á kristna trú, og gagnvart þjóðkirkjunni? Staða þjóðkirkjunnar er sterk á Íslandi. Í grunnskólum landsins er ke...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Hildur Magnúsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9552
Description
Summary:Þessi lokaritgerð fjallar um kristni í leikskólastarfi. Unnið var með rannsóknarspurningarnar: Hver er ástæðan fyrir kristni í leikskólum? Hver er staða leikskóla gagnvart trú, með áherslu á kristna trú, og gagnvart þjóðkirkjunni? Staða þjóðkirkjunnar er sterk á Íslandi. Í grunnskólum landsins er kennd bæði kristinfræði og trúarbragðafræði en í leikskólum hafa kennarar frjálsari hendur hvað trúmál varðar. Þar á samkvæmt lögum og námskrá að vinna með kristna arfleifð íslenskrar menningar. Í ritgerðinni er rakið hvernig vægi kristinfræðikennslu hefur minnkað í skólum landsins. Til að kanna stöðu trúfræðslu í leikskólum á Akureyri gerði höfundur rannsókn á 7 af 14 leikskólum í bænum. Niðurstöður eru settar fram í súluritum og texta. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að staða leikskólanna gagnvart þjóðkirkjunni einkennist af skilningi og virðingu fyrir hlutverki hennar og starfi. Trúfrelsi er mannréttindi og foreldrar eiga rétt á að trúar-og siðferðislegt uppeldi barna þeirra sé í samræmi við þeirra eigin sannfæringu. Með trúfræðslu er þó ekki verið að brjóta í bága við lög sem kveða á um rétt foreldra og trúfrelsi. Höfundur telur ekkert það felast í leikskólastarfi sem innræti ákveðin trúarbrögð. Það getur hins vegar valdið misskilningi þegar skýrar reglur vantar eins og höfundur komst að raun um við skrif ritgerðarinnar. Niðurstaða hans er að trúfræðsla eigi að vera í námskrám skólanna, en grundvallaratriði að þar fari fram fræðsla en ekki boðun. Þetta þarf að koma fram í sameiginlegri aðalnámskrá sem gefa á út árið 2011. Extract This thesis is about Christianity in preschools. The research questions were: Why Christianity in preschools? What is the preschools´ place when it comes to religion, especially Christian religion, and the schools´ relationship to the Lutheran national church of Iceland? The Lutheran national church of Iceland has a strong standing in the society. Both Christianity and other religions are taught in public schools but in preschools, teachers are not as bound to curriculum when it ...