Samskiptamiðlar : framtíð pólitískrar boðmiðlunar? : Rannsókn á Stjórnlagaþingi

Kosningarnar til stjórnlagaþings sem haldnar voru hér á landi í nóvember 2010 voru með óvenjulegu sniði. Ekki nóg með að þetta væri í fyrsta skipti sem haldið var persónukjör með landið allt sem eitt kjördæmi, heldur voru einnig rúmlega 520 manns í framboði. Þetta þrennt varð til þess að hefðbundnir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Theódór Ingi Ólafsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9512
Description
Summary:Kosningarnar til stjórnlagaþings sem haldnar voru hér á landi í nóvember 2010 voru með óvenjulegu sniði. Ekki nóg með að þetta væri í fyrsta skipti sem haldið var persónukjör með landið allt sem eitt kjördæmi, heldur voru einnig rúmlega 520 manns í framboði. Þetta þrennt varð til þess að hefðbundnir fjölmiðlar tóku lítinn þátt í kosningabaráttunni og þáttur óhefðbundinna fjölmiðla varð meiri í þessum kosningum en áður hafði þekkst. Því vöknuðu spurningar um mikilvægi svokallaðra samskiptamiðla í kosningabaráttum, þ.e. hvort þeir gögnuðust betur við óhefðbundnar kosningar sem þessa og hvort þeir væru að taka við af hefðbundnum fjölmiðlum sem farvegur pólitískrar boðmiðlunar. Til að komast að niðurstöðu voru hin ýmsu gögn greind með hliðsjón af rannsókn sem Birgir Guðmundsson, dósent við Háskólann á Akureyri, gerði á kosningabaráttunni. Helstu niðurstöður er þær að þó samskiptamiðlar gegni mikilvægu hlutverki í pólitískri boðmiðlun nútímans, og þá sérstaklega við óvenjulegar kosningar líkt og kosningin til stjórnlagaþings, þá eru þeir ekki ómissandi. Einnig eru samskiptamiðlar ekki orðnir svo mikilvægir að þeir taki yfir hlutverk hefðbundinna miðla í pólitískri boðmiðlun, a.m.k. ekki enn sem komið er.