Bílaleiga Akureyrar: þjónustuhluti erlendis : hver er hagkvæmnin með þjónustu erlendis fyrir íslenskar bílaleigur?

Verkefnið er lokað Höldur sf. var stofnað árið 1974 og var tilgangur starfseminnar að leigja út bifreiðar til einstaklinga. Í dag rekur Höldur ehf., eina stærstu bílaleigu landsins, Bílaleigu Akureyrar, með um 1850 bifreiðar í rekstri yfir sumartímann, og fjórtán afgreiðslustaði víðsvegar um landið....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gerald Häsler
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9489
Description
Summary:Verkefnið er lokað Höldur sf. var stofnað árið 1974 og var tilgangur starfseminnar að leigja út bifreiðar til einstaklinga. Í dag rekur Höldur ehf., eina stærstu bílaleigu landsins, Bílaleigu Akureyrar, með um 1850 bifreiðar í rekstri yfir sumartímann, og fjórtán afgreiðslustaði víðsvegar um landið. Þetta gerir Bílaleigu Akureyrar (BA), að útbreiddustu bílaleigu landsins. Jafnframt er BA umboðsaðili fyrir þrjár erlendar bílaleigur, National Car Rental, Europcar og Alamo. Einn þátturinn við að vera umboðsaðili fyrir erlendar bílaleigur er að geta boðið upp á þjónustu þar sem viðskiptavinurinn hefur þann möguleika að leigja bifreið hjá BA þegar farið er erlendis. Sú deild sem sér um bókanir á bílaleigubílum erlendis fyrir viðskiptavini BA, er tiltölulega nýlega tekin starfa. Þessum hluta í starfsemi BA hafði lítið verið sinnt og því var ákveðið í ársbyrjun árið 2006 að taka til skoðunar þjónustuhluta BA erlendis. Ætlunin er að fjalla um núverandi stöðu, sjá fyrir sér framhaldið og fá sýn á það hvort einhver hagkvæmni sé í að halda slíkri deild uppi í óbreyttri mynd. Einblínt verður á áðurnefnt rannsóknarefni og því til stuðnings verður farið yfir SVÓT greininguna svokölluðu, svo að hægt sé að átta sig á hvar ný tækifæri liggja og hvað sé hægt að gera betur í samkeppninni. Enn fremur verður notast við hið þekkta sprungulíkan (e. gap model), en með því er hægt að skilja betur þær væntingar sem viðskiptavinurinn gerir til þeirrar þjónustu sem fyrirtækið er að veita. Til þess að ná árangri í viðskiptum er markaðssetning mikilvæg, gera sér grein fyrir því hvað viðskiptavinirnir vilja, að hverju sé stefnt og hvað skuli síðan gera þegar á hólminn er komið. Stefnumótun er öflugt tæki fyrir fyrirtæki og stofnanir til þess að forðast stöðnun og setja sér þannig markmið sem nauðsynlegt er til að lifa af í hraðri þróun fyrirtækja í dag. Höldur, was founded in 1974 and its main purpose was to rent automobiles/cars to individuals. Today, Höldur operates one of the largest car rentals in the country, Akureyri Car Rental, ...