„Besti vinur mannsins“; aðstoð hunda í daglegu lífi barna með einhverfu

Einhverfa er í flestum tilfellum ævilöng fötlun og eru megineinkenni hennar erfiðleikar með tjáskipti og félagsleg samskipti. Mikilvægt er að barn sem greinist með einhverfu fái strax þá aðstoð sem það þarf á að halda í daglegu lífi. Á Íslandi hefur aðallega verið stuðst við aðferðir hagnýtrar atfer...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðbjörg Snorradóttir 1986-, Helga María Gunnarsdóttir 1985-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9412
Description
Summary:Einhverfa er í flestum tilfellum ævilöng fötlun og eru megineinkenni hennar erfiðleikar með tjáskipti og félagsleg samskipti. Mikilvægt er að barn sem greinist með einhverfu fái strax þá aðstoð sem það þarf á að halda í daglegu lífi. Á Íslandi hefur aðallega verið stuðst við aðferðir hagnýtrar atferlisgreiningar og aðferðir skipulagðrar kennslu í því samhengi. Í Kanada og Bandaríkjunum hafa ofangreindar aðferðir verið notaðar en stöðugt er leitað nýrra leiða, ein þeirra er að nýta hunda sem aðstoð fyrir börn með einhverfu. Markmið þessa verkefnis var að afla upplýsinga um hvernig hundar geta aðstoðað börn með einhverfu í daglegu lífi ásamt því að afla upplýsinga um hvaða áhrif hundar geta haft á börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Í kjölfarið var upplýsinga aflað um hvernig staðan er á Íslandi í þessum efnum. Upplýsinga var aflað með lestri fræðilegra greina, í tímaritum, bókum og á veraldarvefnum. Lögð var áhersla á að kynnast rannsóknum, einkum erlendum, en lítið fer fyrir íslenskum rannsóknum um viðfangsefni okkar. Niðurstöður heimildaöflunar leiddu í ljós að hlutverk hunda eru fjölmörg þegar þeir aðstoða börn með einhverfu og fjölskyldur þeirra. Áhrif hundanna á börnin og fjölskyldurnar eru mjög mikil og snerta líkamlega, félagslega og tilfinningalega þætti. Á Íslandi eru hundar ekki nýttir markvisst sem aðstoð fyrir þennan hóp barna en reynslusaga íslensk drengs og hundsins hans sýnir að aðstoð hunda fyrir börn með einhverfu er raunhæfur kostur í íslensku samfélagi. Autism is in most cases, a lifelong disability and its main symptoms are difficulties communicating and social interaction. It is important that children diagnosed with autism receive immediate assistance for everyday life. In this context, applied behavior analysis and TEACCH have been the main methods used in Iceland. In Canada and U.S.A. these methods are used as well as others including dogs. The goal of this assignment was to gather information about how dogs can help children with autism in everyday life. Furthermore, what kind of ...