Meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum

Þann 18. desember 2009 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 124/2009 um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993, með síðari breytingum. Með þessari lagabreytingu var ákvæði bætt við skaðabótalögin, það er ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga. Megintilgangur ritgerðarinnar, sem ber heitið Meðábyrgð tjónþola í vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhildur Hjaltadóttir 1984-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9376
Description
Summary:Þann 18. desember 2009 voru samþykkt á Alþingi lög nr. 124/2009 um breytingu á skaðabótalögum nr. 50/1993, með síðari breytingum. Með þessari lagabreytingu var ákvæði bætt við skaðabótalögin, það er ákvæði 23. gr. a skaðabótalaga. Megintilgangur ritgerðarinnar, sem ber heitið Meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum, er að kanna hvað felst í 23. gr. a skbl. nr. 50/1993, um meðábyrgð starfsmanns vegna líkamstjóns í vinnuslysum, fjalla um gildissvið ákvæðisins og bera saman réttindi starfsmanns á Íslandi við norrænan rétt. Ef grundvöllur er fyrir bótakröfu tjónþola getur meðábyrgð hans valdið lækkun eða niðurfellingu skaðabóta, eigi hann sjálfur hlut að máli vegna ásetnings eða stórkostlegs gáleysis. Fjallað er um hugtakið meðábyrgð, réttaráhrif þess og sögulega þróun í þessu samhengi á Íslandi. Þá var gerður samanburður við lagaumhverfi vinnuslysa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Það er bótagrundvöll vegna vinnuslysa og reglur um meðábyrgð tjónþola í vinnuslysum. Komist var að þeirri niðurstöðu að æskilegt væri að endurskoða bótarétt starfsmanna á Íslandi. Mætti þar líta til norræns réttar. Umfjöllun var um 23. gr. a skaðabótalaganna. Þetta efni kallar á umfjöllun um helstu hugtök sem tengjast meðábyrgð, það er að segja starfsmaður, í starfi, stórkostlegt gáleysi og ásetningur og farið var yfir skilgreiningar og túlkanir á hverju fyrir sig. Ítarlega er fjallað um mörkin milli almenns gáleysis og stórkostlegs gáleysi. Fram kemur að nokkrir þættir hafa áhrif á þetta mat og er niðurstaðan sú að ekki er unnt að setja einn mælikvarða heldur þurfi alltaf að gera heildstætt mat. Þá var nauðsynlegt að fjalla um reglur sem gilda um vinnu og vinnuumhverfi. Að lokum var fjallað um rétt eftirlifandi til bóta og samanburður gerður við norrænan rétt. On December 18th 2009, Althingi, the parliament of Iceland adopted Act No 124/2009 on the amendment of article 50/1993 of the Tort Damages Act (TDA) with later amendments. This amendment added provision a of Article 23 to the Tort Damages Act. The main purpose of this essay, “Claimant’s ...