Aðstæður ungs fólks í Fjölsmiðjunni á Akureyri

Vísbendingar eru um að félagsleg staða ungmenna utan framhaldsskóla sé lakari en þeirra sem stunda nám í framhaldsskólum. Tölur um atvinnuleysi ungs fólks, örorku og brottfall úr framhaldsskólum benda til þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í líf og aðstæður ungs fólks 16-20 ára sem vin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Ólafía Sigurðardóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9370
Description
Summary:Vísbendingar eru um að félagsleg staða ungmenna utan framhaldsskóla sé lakari en þeirra sem stunda nám í framhaldsskólum. Tölur um atvinnuleysi ungs fólks, örorku og brottfall úr framhaldsskólum benda til þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í líf og aðstæður ungs fólks 16-20 ára sem vinnur í Fjölsmiðjunni á Akureyri. Kannað var hvaða leiðir það notar til þess að takast á við líf sitt og aðstæður og hvaða stuðningur þeim finnst nýtast sér best. Rannsóknin fór fram með blönduðu rannsóknarsniði, innfellingarsniði (embedded design). Gagnaöflun fór fram með viðtölum sem byggðu á viðtalsramma og á spjörunarkvarðanum, Measure of Adolescent Coping Strategies (MACS). Við úrvinnslu gagna var stuðst við vinnulag grundaðrar kenningar og lýsandi tölfræði. Þátttakendur voru 16 – 20 ára ungmenni í Fjölsmiðjunni á Akureyri, alls tóku 12 þátt í rannsókninni. Ungmennin fengu lítinn stuðning í uppvextinum. Mörg fengu ekki nauðsynlega aðstoð í skólanum og einelti var áberandi. Valdaleysi ungmennanna var eins og rauður þráður í gegnum frásagnir þeirra. Vanlíðan og uppsöfnuð reiði var áberandi ásamt tengslaleysi við fjölskyldu. Ungmennin lýstu töluverðum geðrænum vandamálum og sértækum erfiðleikum s.s. lesblindu, ofvirkni og athyglisbresti. Áfengisneysla og reykingar virtust vera almennar auk töluverðrar fíkniefnaneyslu. Algengt var að ungmennin lýstu eigin stjórnleysi sem birtist í ofbeldi. Ungmenni í Fjölsmiðjunni sleppa fram af sér beislinu í ríkara mæli en almennt er meðal íslenskra unglinga. Fjölsmiðjan nýttist flestum vel en nokkrum síður. Þótt flestir geri ráð fyrir að stofna fjölskyldu telja nokkrir að þeir muni ekki eignast börn og sumir hafa enga framtíðarsýn. Þó voru mörg jákvæð og bjuggu yfir styrkleikum s.s. listrænum hæfileikum og áhugamálum. Helstu ályktanir eru þær að hjálparkerfið þarf að koma fyrr og markvissar að barnafjölskyldum í vanda og vinnubrögð og úrræði þarf að endurskoða. Öll þjónusta við börn og ungmenni þarf að hafa valdeflandi nálgun að leiðarljósi. Leggja þarf áherslu á að efla ...