Bætt samskipti, ánægðari börn, öflugra nám : viðhorf kennara og foreldra til samstarfs heimila og skóla

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Verkefni þetta er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Tilgangur þess er að fjalla um mikilvægi samstarfs heimila og skóla og varpa ljósi á stöðu þess samstarfs í grunnskólum Akureyrarbæjar með niðurstöðum rannsóknar sem h...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðrún Árnadóttir, Svala Einarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2004
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/937
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Verkefni þetta er lokaverkefni við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Tilgangur þess er að fjalla um mikilvægi samstarfs heimila og skóla og varpa ljósi á stöðu þess samstarfs í grunnskólum Akureyrarbæjar með niðurstöðum rannsóknar sem höfundar ritgerðarinnar unnu. Í fræðilegum kafla ritgerðarinnar er fjallað um samstarf heimila og skóla í sögulegu samhengi, ábyrgð og skyldur foreldra og starfsmanna skólanna gagnvart samstarfi og helstu leiðir í samstarfi heimila og skóla. Gott samstarf milli heimila og skóla og samspil áðurnefndra þátta ætti að leiða til bætts árangurs nemenda og skólasamfélagsins í heild. Þessu næst er kafli um rannsóknina sem höfundar ritgerðarinnar lögðu fyrir foreldra og kennara í grunnskólum Akureyrarbæjar. Skýrt verður frá aðferðum og framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður kynntar. Rannsókninni er ætlað að gefa heildarmynd að viðhorfum foreldra og kennara gagnvart samstarfi heimila og skóla, stöðu þess og leiðum. Einnig verða svör foreldra og kennara borin saman til að sjá hvort þessir tveir hópar séu á sama máli um stöðu samstarfs heimila og skóla á Akureyri. Sett er fram tilgáta og leitast verður við að staðfesta hana eða hafna henni í lok ritgerðarinnar. Að lokum er fjallað um helstu niðurstöður rannsóknarinnar með hliðsjón af tilgátunni og niðurstöður hennar tengdar fyrri umfjöllun um fræði og niðurstöður annarra rannsókna. Settar eru fram hugmyndir um úrbætur í samstarfi heimila og skóla í ljósi þeirra niðurstaðna sem rannsóknin leiddi í ljós.