Hversu miklum tíma eyða nemendur í 9. og 10. bekk í tölvunotkun, samanborið við þann tíma sem þau eyða í íþróttum og hreyfingu?

Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður rannsóknar á tölvunotkun og íþróttaiðkun nemenda í 9. og 10. bekk í tveimur skólum sem lögð var fyrir í byrjun febrúar 2011. Unnið var úr spurningalista sem lagður var fyrir 112 nemendur í Gerðaskóla í Garðinum og Víkurskóla í Reykjavík. Rannsóknarspurning okk...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hörður Ingi Harðarson, Margrét María Hólmarsdóttir
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9354
Description
Summary:Í ritgerðinni er fjallað um niðurstöður rannsóknar á tölvunotkun og íþróttaiðkun nemenda í 9. og 10. bekk í tveimur skólum sem lögð var fyrir í byrjun febrúar 2011. Unnið var úr spurningalista sem lagður var fyrir 112 nemendur í Gerðaskóla í Garðinum og Víkurskóla í Reykjavík. Rannsóknarspurning okkar er: Hversu miklum tíma eyða nemendur í 9. og 10. bekk í tölvunotkun, samanborið við þann tíma sem þau eyða í íþróttir og hreyfingu? Tilgáta okkar í þessari rannsóknarritgerð er sú að nemendur eyði meiri tíma í tölvum heldur en þeir gera í íþróttum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að margir nemendur eyða miklum tíma í tölvum og á móti minni tíma í íþróttum og hreyfingu. Hluti nemenda stundar enga íþrótt með íþróttafélagi og stundar ennfremur hvorki aðra hreyfingu né líkamsrækt. Allir nemendur sem tóku þátt í spurningakönnuninni eiga eða hafa aðgang að tölvu og langflestir nemendur eiga tölvu og eru með hana inni í herberginu sínu. Flestir nemendur sem tóku þátt í spurningakönnuninni hreyfa sig að meðaltali í eina til tvær klukkustundir á dag og á móti eyða flestir nemendur tveimur klukkustundum og upp í meira en þremur klukkustundum í tölvunni. This thesis discusses the results of a research on computer and sports participation of students in 9th and 10th grade. The research done was accomplished in early February 2011. Work was done by using questionnaire, which was presented for 112 students in Gerðaskóli in Garður and Víkurskóli in Reykjavík. Our research question is: How much time do students in the 9th and 10th grade spend by using a computer, compared to the time they spend on sports and physical activity? Our hypothesis is that students spend more time on computers than they do in sports. The main results show that many students spend more time on computers than they do in practicing sports and other physical exercises. Part of students do neither practice sport in a sports club nor practice other physical activity or exercise. All students who participated in the survey own, or have access to ...