Þættir almenningssvæða greindir í umgjörð og hrynjanda: sniðmengi þátta sem skapa gott almenningssvæði

Verkefnið fjallar um að greina hvaða þættir skapa fýsilegt almenningssvæði og hvaða þætti bera að forðast við skipulagsgerð og hægt sé að lagfæra í núverandi svæðum sem ekki þykja góð. Með því að framkvæma spurningalista bæði í Þýskalandi og Íslandi fundust svæði sem þóttu fýsileg og óæskileg almenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarki Þórir Valberg 1977-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9326
Description
Summary:Verkefnið fjallar um að greina hvaða þættir skapa fýsilegt almenningssvæði og hvaða þætti bera að forðast við skipulagsgerð og hægt sé að lagfæra í núverandi svæðum sem ekki þykja góð. Með því að framkvæma spurningalista bæði í Þýskalandi og Íslandi fundust svæði sem þóttu fýsileg og óæskileg almenningssvæði í hvoru landi. Hvert fýsilegt og óæskilegt svæði var greint eftir greiningaraðferð sem byggir á íslenskri rannsókn sem er aðlöguð að rannsókninni og viðbótum miðað við kenningar sem þessi rannsókn styðst við. Við það fást þeir þættir sem þykja æskilegir að séu til staðar í almenningsrýmum. Síðan eru þessir þættir flokkaðir í eftirfarandi flokka, tenging við náttúru, mannlega tengingu, mannlegar þarfir og tengingu við umhverfið. Skilgreind eru síðan hugtökin umgjörð og hrynjandi sem hver þáttur sem greinist er staðsettur undir öðru hvoru hugtakinu. Með því fæst síðan sniðmengi þátta hrynjanda og umgjarðar sem getur nýst sem viðmið fyrir skipulagáætlanagerð og vinnu við almenningsrými almennt. Þessir þættir eru yfirleitt til staðar í rýminu getur ástand svæðisins verið mismunandi eftir því á hvaða tíma dags og árs það er skoðað. Svæði hafa mismunandi eiginleika af því eiginleika þeirra eiga misvel við aðstæður. Þar af leiðandi eru þættir svæðanna greindir í besta og versta ástandi til að meta virkni ástandsins ekki bara í besta ástandi. Hafa skal í huga að sömu þættir, með svæði að sömu stærð, með sömu uppsetningu gefa ekki sömu niðurstöðu á mismunandi landfræðilegum staðsetningum sökum mismunandi umgjörða og hvernig hrynjandi nýtur sín í þeirri umgjörð. This research is aimed at finding what elements create a good environment in public places and identifying which elements should be avoided in urban designs and planning projects. The result can be utilized as a reference when reinventing or redesigning a public place that has lost or lacks elements that create a feasible space. Through applying a questionnaire in Germany and Iceland some feasible and undesirable public places where identified. Each feasible ...