Rannsókn á tíðni máltíða barna og ungmenna í 5. - 7. bekk í Grunnskóla Grindavíkur

Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tíðni máltíða hjá börnum og ungmennum í 5. – 7. bekk í Grunnskóla Grindavíkur væri samkvæmt ráðleggingum fræðimanna. Eins var svefn barna og ungmenna skoðaður og þá hvort börn væru almennt að fá nægan svefn. Rannsóknin var unnin með megindlegri rannsóknarað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Bjarndís Bjarnadóttir 1983-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9221
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort tíðni máltíða hjá börnum og ungmennum í 5. – 7. bekk í Grunnskóla Grindavíkur væri samkvæmt ráðleggingum fræðimanna. Eins var svefn barna og ungmenna skoðaður og þá hvort börn væru almennt að fá nægan svefn. Rannsóknin var unnin með megindlegri rannsóknaraðferð þar sem börn í 5. – 7. bekk voru látin svara spurningalista í upphafi mars mánaðar 2011. Svarhlutfall nemenda var 93%. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að íþróttaþátttaka barna og ungmenna í 5. – 7. bekk í Grunnskóla Grindavíkur er með því mesta sem gerist á landsvísu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að ekki er allt eins og best verður á kosið þegar við horfum til þeirra barna sem eru að fá of litla næringu eða tvisvar til fjórum sinnum á dag. Rannsóknin leiddi í ljós að 78,9% barna og ungmenna í 5. - 7. bekk eru að borða of lítið. Þegar svefnvenjur barna voru skoðaðar kom í ljós að 82% barna eru að sofa samkvæmt ráðleggingum. Með aukinni fræðslu allra hlutaðeiganda er hægt að bæta fæðumynstur barna og ungmenna í Grindavík. Þannig er hægt að stuðla að enn öflugra forvarnarstarfi bæjarfélagsins.