Tengsl einkenna sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á Íslandi árabilið 1995-2004 við meinafræðilega þætti æxlanna

Inngangur: Ristilkrabbamein eru um 8% allra illkynja æxla á Íslandi og næstalgengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl einkenna sjúklinga með ristilkrabbamein við meinafræðilega þætti og útbreiðslustig sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Alexíusdóttir 1964-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9211
Description
Summary:Inngangur: Ristilkrabbamein eru um 8% allra illkynja æxla á Íslandi og næstalgengasta dánarorsökin af völdum krabbameina. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl einkenna sjúklinga með ristilkrabbamein við meinafræðilega þætti og útbreiðslustig sjúkdómsins. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afurvirk og lýðgrunduð. Allir sjúklingar sem greindust á Íslandi árabilið 1995-2004 samkvæmt Krabbameinsskrá Íslands komu inn í rannsóknina. Upplýsingar um einkenni og blóðgildi sjúklinga við greiningu voru fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga en upplýsingar um meinafræðibreytur fengust úr fyrri rannsókn um meinafræði ristilkrabbameina á Íslandi. Niðurstöður: Alls voru 768 þátttakendur í rannsókninni, 422 karlar og 346 konur, meðalaldur við greiningu var 71 ár. Tæpur þriðjungur sjúklinga greindist ekki vegna einkenna, heldur fyrir tilviljun eða annarra sjúkdóma. Tæp 60% höfðu blóðleysi við greiningu, 53% höfðu sögu um blóð í hægðum (þ.e. sýnilegt/ferskt blóð) og tæp 65% breytingar á hægðavenjum. Alls 85% höfðu annað hvort blóð í hægðum eða blóðleysi við greiningu. Blóðleysi var hjá 75% sjúklinga með æxli hægra megin í ristli, en 41% ef æxlið var vinstra megin (p<0,05). Hærra hlutfall æxla vinstra megin tengdust blóði í hægðum (68% m.v. 41% (p<0,05) og breytingum á hægðavenjum 74% miðað við 57%, (p<0,05)). Samkvæmt fjölbreytugreiningu voru sjúklingar með blóð í hægðum allt að helmingi ólíklegri (OR=0,57, p<0,05) til að vera með sjúkdóm á hærri stigum, en sjúklingar með blóðleysi voru nær tvöfalt líklegri til að greinast á hærri stigum (OR=1,84, p<0,05). Blóð í hægðum tengdist frekar hagstæðum meinafræðiþáttum eins og lægri gráðu, ýtandi æxlisjaðri, minni ífarandi dýpt æxlis og bólgufrumuíferð í æxlisjaðri. Kviðverkir og bráðagreining tengdust óhagstæðari meinafræðiþáttum. Ályktanir: Langflestir hafa annað hvort blóð í hægðum eða blóðleysi við greiningu. Sjúklingar með blóð í hægðum við greiningu voru mun líklegri til að vera með mein á lægra útbreiðslustigi en aðrir með ristilkrabbamein. Blóð í hægðum ...