Í fyrsta lagi : píanóskóli fyrir byrjendur

Tilkoma Aðalnámskrár tónlistarskóla sem Menntamálaráðuneytið gaf út árið 2000 markaði tímamót í tónlistarkennslu á Íslandi. Ein af stærstu breytingunum er aukin áhersla á skapandi nám í tónlistarnámi, s.s spuna, tónsmíðar og að spila eftir eyra. Þessi ritgerð er fræðileg greinagerð með námsefni fyri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hafdís Pálsdóttir 1984-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/9056
Description
Summary:Tilkoma Aðalnámskrár tónlistarskóla sem Menntamálaráðuneytið gaf út árið 2000 markaði tímamót í tónlistarkennslu á Íslandi. Ein af stærstu breytingunum er aukin áhersla á skapandi nám í tónlistarnámi, s.s spuna, tónsmíðar og að spila eftir eyra. Þessi ritgerð er fræðileg greinagerð með námsefni fyrir byrjendur á aldrinum sex til tíu ára í píanóleik sem kallast Í fyrsta lagi: Píanóskóli fyrir byrjendur. Þrátt fyrir mikið úrval píanóskóla á heimsvísu er lítið úrval af íslensku námsefni. Kennsluefni á móðurmálinu tengir efnið betur við þekkingu barna, gerir þau móttækilegri og vekur áhuga þeirra. Í fyrsta lagi leggur grunninn að þeim markmiðum sem Aðalnámskrá tónlistarskólanna gerir kröfur um og er góð viðbót við það námsefni sem til er á Íslandi. Ég byrja á að gera grein fyrir hugmyndafræðinni sem Í fyrsta lagi er byggð á. Þar næst fer ég yfir píanónám á Íslandi, upphaf þess og fyrirkomulag nú í dag. Ég tek dæmi úr Aðalnámskrá tónlistarskóla um markmið sem þarf að ná að loknu grunnstigi og námsefnið Í fyrsta lagi leggur grunn að. Þar á eftir geri ég grein fyrir því hvernig dæmigerður fyrsti píanótími fer fram hjá mér og nemanda. Þar næst tek ég dæmi um nokkra píanóskóla sem eru notaðir í kennslu í íslenskum tónlistarskólum eða mér finnst vera áhugaverðir að einhverju leyti. Þar næst sný ég mér að efni bókarinnar Í fyrsta lagi. Fyrst fjalla ég um nótnalestur, fer svo yfir lagaval bókarinnar og færi rök fyrir því. Þar á eftir kemur kafli um skapandi tónlistarnám og mikilvægi þess. Þar tek ég fyrir spuna, tónsmíðar og að spila eftir hljómanöfnum auk þess sem tónstigum og hljómum eru gerð góð skil. It was a turning point in music education in Iceland when the main curriculum for music schools was published by the ministry of education in 2000. One of the biggest changes was a greater emphasis on creative studies such as improvisation, composing and playing by ear. This paper is a theoretical analysis on a teaching material for beginners in piano playing, ages six to ten, and is called Í fyrsta lagi: Piano school for ...