Höfuðborg á krossgötum. Vöxtur höfuðborgarsvæðisins frá 1998 til 2010. Samanburður raunþróunar við áætlanir Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024

Í kjölfar efnahagshruns á Íslandi haustið 2008 hafa komið fram áleitnar spurningar um þróun höfuðborgarsvæðisins. Sá annmarki hefur verið á umræðunni að tölulegar staðreyndir hefur vantað. Markmið rannsóknarinnar er að kanna íbúaþróun og magnbreytingar húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu frá 1998 til 2010...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldór Eyjólfsson 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8959
Description
Summary:Í kjölfar efnahagshruns á Íslandi haustið 2008 hafa komið fram áleitnar spurningar um þróun höfuðborgarsvæðisins. Sá annmarki hefur verið á umræðunni að tölulegar staðreyndir hefur vantað. Markmið rannsóknarinnar er að kanna íbúaþróun og magnbreytingar húsnæðis á höfuðborgarsvæðinu frá 1998 til 2010. Rauntölur eru bornar saman við áætlanir Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins 2001-2024 (SSK) og þróun borgarsvæða á Norðurlöndum. Metið er hvort magn húsnæðis í árslok 2010 sé umfram þörf miðað við forsendur svæðisskipulagsins. Í árslok 2010 voru íbúar höfuðborgarsvæðisins 202.341, sem er 99 íbúum færri en áætlun svæðisskipulagsins fyrir 2012. Frá 1998 til 2010 fjölgaði íbúum um 33.997, eða 11% meiri en SSK áætlaði. Jákvæður flutningsjöfnuður erlendra ríkisborgara skýrir þessa þróun að mestu. Hvað magn varðar, hefur aukning húsnæðis verið að mestu í samræmi við áætlanir SSK. Dreifing nýs húsnæðis, innbyrðis milli sveitarfélaganna, er hins vegar töluvert frá áætlun. Heildarmagn atvinnuhúsnæðis í árslok 2010 var 6.187.072 fm og er í takt við áætlun SSK um jafna aukningu til 2024. Áætluð fjölgun íbúða til 2012 var 17.200, en 2010 hafði þeim fjölgað um 18.010 frá 1998. Þar sem meðalaldur íbúa við árslok 2010 var lægri en spáð var, er metið að fjöldi íbúða umfram þörf hafi þá verið 1.000 til 1.500 íbúðir. Magn húsnæðis jókst hraðar en áætlað var í Kópavogi og Hafnarfirði, en hægar í Reykjavík og Garðabæ. T.d. var aukning atvinnuhúsnæðis í Kópavogi 60% meiri og fjölgun íbúða í Reykjavík 18% minni, en áætlað var. Samanburður ofangreindra skipulagsþátta höfuðborgarsvæðisins reyndist sambærilegur meðaltalsvexti samanburðarsvæða á Norðurlöndum. Magnaukning tímabilsins 1998 til 2010 var að mestu í samræmi við áætlanir SSK og útskýrir því að litlu leyti núverandi offramboð á fasteignamarkaði. The economical collapse of Iceland in the autumn of 2008 raised some demanding questions regarding the development of the Reykjavik regional area. The lack of statistical data has, however, been an inhibiting factor on the local debate. ...