Mat á sjónrænum áhrifum skóga á landslag

Náttúra Íslands er rómuð fyrir fegurð. Oft verður þó fátt um svör þegar spurt er í hverju þessi náttúrufegurð er fólgin eða hvað það er sem gerir landið okkar svo einstakt. Sérkenni og fegurð lands er einvörðungu hægt að varðveita með hnitmiðaðri skipulagsvinnu sem byggist á vitund um hver mikilvægu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Þóra Oddsdóttir 1956-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8942
Description
Summary:Náttúra Íslands er rómuð fyrir fegurð. Oft verður þó fátt um svör þegar spurt er í hverju þessi náttúrufegurð er fólgin eða hvað það er sem gerir landið okkar svo einstakt. Sérkenni og fegurð lands er einvörðungu hægt að varðveita með hnitmiðaðri skipulagsvinnu sem byggist á vitund um hver mikilvægustu einkenni landsins eru. Vegna sérstöðu landslags hér á landi þurfum við, umfram aðrar þjóðir, að vanda sérstaklega til verka þegar við hyggjumst breyta ásjónu landsins með skógrækt sem og öðrum nýframkvæmdum. Aðferðir í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, hafa verið notaðar um tíma á Íslandi t.d. til að varðveita landslagsgildi. Viðfangsefni þessa verkefnis er að setja fram aðferðir sem henta því verkefni að láta nýrækt skóga laga sig sem best að landi, aðferðir sem jafnframt geta nýst við aðrar nýframkvæmdir sem eru matsskyldar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Þær aðferðir sem nú eru notaðar við slíkt mat, taka ekki nægilegt tillit til sjónrænna þátta. Þegar unnið er að úrbótum er vert að skoða hvaða aðferðir hafa reynst nágrannaþjóðum okkar vel. Í þessari ritgerð er einkum stuðst við skoska aðferð. Í ritgerðinni er komið með tillögur um hvernig unnt er að aðlaga þær aðferðir að náttúru okkar eða menningarlandslagi. Kjarni viðfangsefnisins er mat á sjónrænum áhrifum skóga á landslag, en reynsla okkar af því að meta nýræktun skóga er takmörkuð. Þessar aðferðir geta einnig nýst til að meta sjónræn áhrif annarra framkvæmda í viðkvæmu umhverfi. The nature of Iceland is unique. It can be difficult to describe and define with words the essence of a landscape's most distinctive features. Only by defining the character of a landscape, can we, with the help of planning, preserve the natural beauty of a terrain. Because of the uniqueness of Iceland´s landscapes we need to go to greater depths than usual as we register and analyze a landscape structure, especially when we are suggesting changes that have visual impact as reforestation and other physical constructs according to the law on environmental impact ...