Vistferilsgreining á timbureiningahúsi frá vöggu til grafar

Ritgerðin inniheldur samantekt á umhverfislegum áhrifum timbureiningahús samansett á Íslandi og byggt ofan á steyptan sökkul að stærð 92m2. Markmið verkefnisins var að finna umhverfisleg áhrif timbureiningahúss frá vöggu til grafar yfir 50 ára líftíma hússins. Greiningin á húsinu var skipt niður í 1...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörn Orri Úlfarsson 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8939
Description
Summary:Ritgerðin inniheldur samantekt á umhverfislegum áhrifum timbureiningahús samansett á Íslandi og byggt ofan á steyptan sökkul að stærð 92m2. Markmið verkefnisins var að finna umhverfisleg áhrif timbureiningahúss frá vöggu til grafar yfir 50 ára líftíma hússins. Greiningin á húsinu var skipt niður í 1m2 af þaki, 1m2 af út- og innvegg, 1m2 af gólfplötu að meðteknum sökkli, 1m3 af jarðvegsskiptum sem heimfærður var á 1m2 af sökkulplötu miðað við staðlað dýpi, allir gluggar, hurðir og baðherbergi voru tekin í heild. Greindir voru allir helstu byggingahlutir þess þar sem hver byggingaíhlutur fékk sína eigin greiningu. Byggingahlutir voru greindir frá vöggu til grafar að undanskildum sökklinum og jarðvegspúðanum. Aðallega voru greindir 6 umhverfisþættir. Af þessum umhverfisþáttum voru gróðurhúsaloftegundirnar (CO2 ígildin) tekin sérstaklega fyrir. Byggingatimbrið orsakar mest af gróðurhúsaloftegundum ef tekið er tillit til brennslu þess í lok líftíma, en jafnframt ávinnur timbrið kolefni á uppvaxtartíma trésins sem mótvægi við gróðurhúsaáhrifunum. Timbrið orsakar um 13% af heildargróðurhúsaáhrifum hússins ef tekið er tillit til brennslu timbursins. Mestu gróðurhúsaáhrif timbureiningahússins er steypan, á eftir kom þakjárnið og í þriðja sæti voru gifsplöturnar. Umhverfisáhrif lífsferils byggingahlutanna er breytilegur eftir því hvort timbrið sé tekið með eða ekki. Ef ávinningur timbursins er ekki tekinn með verða 43% af gróðurhúsaáhrifunum af völdum förgunar, framleiðslan 34%, viðhald og endurnýjun 16%, landflutningar 5% og sjóflutningar 2%. Birt eru frekari umhverfisáhrif hússins hér neðar í skýrslunni. Ekki var farið út í frekari túlkun á umhverfisáhrifum hússins. Orkunotkun á líftíma hússins er ekki tekin með. Ekki var hægt að bera húsið í heild sinni saman við aðrar greiningar vegna sérstöðu verkefnisins. This thesis presents results of a life cycle anlysis that was done on a prefabricated wooden house built on Iceland and put on a concrete foundation. The aim of the project was to find the environmental impact of ...