Útbreiðsla Alaskalúpínu í Öræfum í Austur Skaftafellssýslu

Síðasta áratug hefur umræða um þau áhrif sem framandi plöntur geta haft á vistkerfi notið síaukinnar athygli. Sökum þess að framandi plöntutegundir hafa annan vistfræðilegan uppruna en þær sem fyrir eru, eiga þær til að skera sig úr hvað varðar vöxt og dreifingar-mynstur. Þær geta því gjörbreytt því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ívar Guðlaugur Ingvarsson 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8905
Description
Summary:Síðasta áratug hefur umræða um þau áhrif sem framandi plöntur geta haft á vistkerfi notið síaukinnar athygli. Sökum þess að framandi plöntutegundir hafa annan vistfræðilegan uppruna en þær sem fyrir eru, eiga þær til að skera sig úr hvað varðar vöxt og dreifingar-mynstur. Þær geta því gjörbreytt því vistkerfi sem fyrir er og ógnað lífræðilegum fjölbreytileika. Gott dæmi um þetta er gróðursetning og dreifing lúpínu í Öræfasveit frá árinu 1954. Markmið þessarar skýrslu er að: 1. Kortleggja hvar lúpína hefur verið gróðursett í Öræfunum. 2. Kortleggja hvar hún hefur náð að mynda breiður. 3. Að reyna eftir fremsta megni að mæla hve stórt svæði allar lúpínubreiðurnar í Öræfunum ná orðið yfir. 4. Athuga hvenær lúpínu var plantað 5. Athuga hversu miklu var plantað. 6. Að athuga hvort svæðið hafi verið skipulagt gróðurræktarsvæði. 7. Ef svo er, athuga hvað hafi verið gert til að halda lúpínunni innan þess svæðis. 8. Að merkja þau svæði þar sem lúpínan hefur dreift sér utan ræktarsvæðanna og reynt að ákvarða orsök þess að hún gerði það. 9. Að reyna að lýsa í mjög grófum dráttum hvaða áhrif lúpínan hefur haft á þau vistkerfi sem hún hefur náð að mynda breiður í. 10. Að kanna hvaða aðferðir hafa verið notaðar til að reyna eyða lúpínunni og hverjar þeirra hafa reynst best. Dvalist var tvo mánuði samtals á svæðinu við vinnslu þessarar skýrslu. Það er maí- og október mánuð árið 2010. Útbreiðsla lúpínu í Öræfum var kortlögð með hjálp loftmynda, vettvangsvinnu og upplýsinga frá heimamönnum. Reynt var eftir megni að staðsetja einstaka svæði þar sem lúpína hafði dreifst utan lúpínubreiða til að áætla hvort vænta mætti hraðrar útbreiðslu. Stuðst var við frásagnir heimamanna, eldri skýrslur og vettvangsrannsókn til að afla upplýsinga um framgang lúpínunnar á rannsóknarsvæðunum − hvernig gengið hafi að stemma stigum við henni eða eyða og hvaða aðferðir hafa hentað best til þess. Komist var að því að lúpína fyrirfinnst á ellefu mismunandi svæðum í Öræfum og að þessi svæði þekja meira en 691 hektara lands. Hin stærstu af þessum svæðum ...