Áhrif veðurs og landslags á snjóflóð í Svarfaðardal og nágrenni, eðli þeirra og umfang

Svarfaðardalur er meðal snjóþyngstu byggðarlaga landsins enda eru snjóflóð þar nokkuð tíð og hafa orðið a.m.k. 12 manns að bana. Snjóflóðaaðstæður voru kannaðar við 65 íbúðarhús á svæðinu og þau flokkuð í þrjá flokka með tilliti til snjóflóðahættu. Sjö þeirra eru talin í snjóflóðahættu í venjulegri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinn Brynjólfsson 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8895
Description
Summary:Svarfaðardalur er meðal snjóþyngstu byggðarlaga landsins enda eru snjóflóð þar nokkuð tíð og hafa orðið a.m.k. 12 manns að bana. Snjóflóðaaðstæður voru kannaðar við 65 íbúðarhús á svæðinu og þau flokkuð í þrjá flokka með tilliti til snjóflóðahættu. Sjö þeirra eru talin í snjóflóðahættu í venjulegri snjóflóðahrinu, 13 við aftakaaðstæður, 15 af völdum krapaflóða en 31 íbúðarhús eru talin vera þar sem snjóflóðahætta er viðunandi. Snjóflóðahætta skapast helst samfara norðlægum áttum með mikilli snjókomu og skafrenningi en við asahláku geta krapaflóð ógnað byggð. Á einstökum bæjum stýrist snjóflóðahættan jafnt af vindátt sem úrkomumagni. Snjóflóð hafa þrisvar grandað bæjum en í ellefu önnur skipti fallið á byggingar. Ellefu manns hafa borist með snjóflóðum sem þeir settu sjálfir af stað og komist lífs af. Þá ógna snjóflóð vegfarendum um Ólafsfjarðarveg en hafa ekki valdið manntjóni. Áður en þessi rannsókn hófst voru um 50 snjóflóð í Svarfaðardal og nágrenni skráð í gagnasafn Veðurstofunnar en eru nú yfir 500. Viðamiklar úrkomumælingar voru gerðar í Svarfaðardal og nágrenni sumarið 2006. Þær sýna að úrkoma á svæðinu er afar breytileg og stjórnast mest af vindátt. Í norðlægum vindi mældist úrkoma mest norðantil og dofnaði skarpt inn ströndina, þannig mældist mesta úrkoma í Ólafsfjarðarmúla 16-föld sú úrkoma sem mældist 9 km innar. Í SV-átt var mest rigning í fjöllunum syðst sem og vestan dalsins, en nánast þurrt í austurfjöllum og norðantil. Mjög hátt hlutfall heildarúrkomunnar í Ólafsfjarðarmúla féll í ákafri úrkomu. Úrkoma virðist þrefalt til fjórfalt algengari til fjalla en á þurrustu svæðunum. Greining úrkomu á sjálfvirku veðurstöðinni í Ólafsfirði í aðdraganda snjóflóða á og við Ólafsfjarðarveg í Sauðanesi bendir til þess að flóðin stækki eftir því sem uppsöfnuð úrkoma eykst fyrir einn og þrjá sólarhringa. Um 75% flóðanna féllu þegar sólarhringsúrkoma mældist 20 mm eða minni. Þegar sólarhringsúrkoma í Ólafsfirði nær 40 mm eru líkur á snjóflóðum í Sauðanesi yfirgnæfandi miklar. The Svarfaðardalur valley, ...