Hvernig eiga öldrunarheimili að vera? : væntingar aldraðra Akureyringa -

Í allri stefnumótun um málefni aldraðra er lögð rík áhersla á að aldraðir viðhaldi sjálfræði sínu, sjálfsbjargargetu og þátttöku óháð búsetu þeirra. Öldrunarheimili Akureyrar starfa eftir Eden hugmyndafræðinni þar sem sjálfræði, ákvörðunarréttur og virkni íbúa er í brennidepli. Markmið þessarar rann...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ester Einarsdóttir, Thelma Björg Stefánsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8805
Description
Summary:Í allri stefnumótun um málefni aldraðra er lögð rík áhersla á að aldraðir viðhaldi sjálfræði sínu, sjálfsbjargargetu og þátttöku óháð búsetu þeirra. Öldrunarheimili Akureyrar starfa eftir Eden hugmyndafræðinni þar sem sjálfræði, ákvörðunarréttur og virkni íbúa er í brennidepli. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um væntingar heimabúandi aldraðra á Akureyri til öldrunarheimila og jafnframt að skoða hvernig þær samræmdust stefnu Akureyrarbæjar um rekstur og starfsemi öldrunarheimila. Þátttakendur voru fengnir með þægindaúrtaki og voru 38 talsins, 20 konur og 18 karlar á aldrinum 67-93 ára. Allir þátttakendur sóttu Félagsmiðstöðvar aldraðra hjá bæjarfélaginu. Rannsóknin var spurningakönnun og gagna aflað með sérhönnuðum spurningalista. Niðurstöður voru settar fram með lýsandi tölfræði og tölfræðipróf notuð til að bera saman breytur. Niðurstöður sýndu að sjálfræði skipti þátttakendur verulegu máli og þá sérstaklega að sjá um eigin fjármál. Einnig komu fram sterkar óskir um að búa í einstaklingsherbergi, hafa tækifæri til að stunda áhugamál sín og gott aðgengi að gönguleiðum. Samskipti við starfsfólk voru mikilvæg fyrir þátttakendur en fæstir voru hlynntir gæludýrum inni á öldrunarheimilum. Í flestum tilfellum var afstaða kvenna meira afgerandi heldur en afstaða karla. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna samhljóm milli væntinga aldraðra og stefnu Akureyrarbæjar um starfsemi öldrunarheimila. Upplýsingar um væntingar notenda öldrunarþjónustu eru mikilvægar í skipulagningu og þróun á starfsemi öldrunarheimila í framtíðinni. Lykilhugtök: aldraðir, öldrunarheimili, væntingar, Eden hugmyndafræðin