Ráðningar hjá íslenskum verslunum

Verkefnið er lokað Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefnið er ráðningarferli og starfsmannavelta hjá verslunum víða um land. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig er ráðningarferli háttað hjá verslunum á Ísland...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Magnea S. Friðriksson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/869
Description
Summary:Verkefnið er lokað Verkefnið er lokaverkefni til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Umfjöllunarefnið er ráðningarferli og starfsmannavelta hjá verslunum víða um land. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvernig er ráðningarferli háttað hjá verslunum á Íslandi? Jafnframt er sett fram tilgátan: Það eru sterk tengsl milli menntunarstigs þeirra sem sjá um ráðningar í verslunum á Íslandi og þess hvort notaðar séu formlegar eða óformlegar aðferðir við öflun umsækjenda. Líkur á að fólk nýti sér fræðilegar aðferðir, sem auka líkur á árangri, standa í beinu hlutfalli við menntunarstig þess. Best þykir að afla sem flestra umsækjenda til að auka möguleikann á að finna hæfasta starfsmanninn. Formlegar aðferðir ná til margra einstaklinga. Því má telja líklegt að fólk með hærra menntunarstig noti frekar formlegar en óformlegar aðferðir við öflun umsækjenda. Í kjölfarið eru undirspurningar: Framkvæma verslanir starfsgreiningu? Hvað aðferðir eru helst notaðar við starfsmannaval hjá verslunum? Leitað er svara við spurningunum á fræðilegan hátt þar sem heimilda var aflað úr bókum, greinum, fræðiritum og af netinu. Einnig var framkvæmd megindleg könnun meðal verslana víða um land, sendur var út spurningarlisti með tólf spurningum og honum fylgt eftir með símtali við fyrirtækin. Helstu niðurstöður eru þær að verslanir notast ekki við fræðilegar aðferðir í nógu miklum mæli. Könnunin gefur ekki tæmandi niðurstöður þar sem úrtakið var of lítið til að hægt sé að alhæfa út frá því. Tilgátunni var hafnað þar sem ekki virðast vera tengsl milli menntunarstigs þeirra sem sjá um ráðningar og aðferða við öflun umsækjenda. Lykilorð: Ráðningarferlið Mannauður Starfsgreining Starfsmannavelta