Hvaða þættir í starfsumhverfi gera það að verkum að lág starfsmannavelta er á skrifstofum Samkaupa hf í Reykjanesbæ?

Verkefnið er lokað Mannauðurinn er lykilatriði þess að fyrirtæki sýni árangur og hafi samkeppnisforskot á markaði. Ef fyrirtæki leggja áherslu á að vanda vel til verka við ráðningar og bjóða markvissa starfsþróun geta þau stuðlað að aukinni starfsánægju, betri frammistöðu starfsmanna og minni starfs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Hilmarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8475
Description
Summary:Verkefnið er lokað Mannauðurinn er lykilatriði þess að fyrirtæki sýni árangur og hafi samkeppnisforskot á markaði. Ef fyrirtæki leggja áherslu á að vanda vel til verka við ráðningar og bjóða markvissa starfsþróun geta þau stuðlað að aukinni starfsánægju, betri frammistöðu starfsmanna og minni starfsmannaveltu. Í fyrri hluta þessarar skýrslu er farið yfir hugtökin, mannauðsstjórnun/starfsmannastjórnun, starfsmannaveltu og ráðningarferli. Þessi þrír þættir spanna stórt svið þar sem mjög ítarlega er farið í það hvernig megi með notkun þeirra sporna við starfsmannaveltu í skipulagsheildum. Með góðri mannauðsstjórnun, það er að segja góðu ráðningaferli, móttöku starfsmanna og endurmenntun/símenntun þeirra, hvatningu og umbun, ásamt því að skapa starfsánægju, eigi starfsmannavelta að haldast í lágmarki og ytri þættir í starfsumhverfi eins og hagsveiflur ekki að hafa áhrif á fyrirtækið, nema að litlu leyti, þar sem alltaf mun vera hreyfing á vinnuafli. Leitað var eftir samstarfi við skrifstofu Samkaupa hf í Reykjanesbæ um að framkvæma rannsókn til að skoða hvað veldur því að lág starfsmannavelta er hjá fyrirtækinu. Við framkvæmd rannsóknarinnar voru tveir spurningalistar lagðir fyrir starfsfólk ásamt því að fá upplýsingar frá starfsmannastjóra um hvernig tekið væri á því innan fyrirtækisins að halda starfsmannaveltu lágri og starfsánægju jákvæðri. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að starfsánægja er mikil hjá fyrirtækinu. Starfsandi og félagsleg samskipti eru góð og starfsfólk almennt ánægt með sinn næsta yfirmann sem og yfirstjórn fyrirtækisins. Það sem helst er þörf á að huga að eru laun, starfsþróun og endurmenntun. Lykilorð eru; mannauðsstjórnun, starfsmannastjórnun, starfsmannavelta, ráðningarferlið og starfsmannaval Verkefnið er lokað almenningi til loka maí 2014. Að þeim tíma loknum verður það til skoðunar á bókasafni Háskólans á Akureyri. Ekki er heimilt að birta neina hluta þess á netinu né vitna í það nema með leyfi höfundar