Samanburður á Lánasjóði íslenskra námsmanna og danska lánasjóðnum : hvað kostar að fara dönsku leiðina?

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja námsmönnum jafnan rétt til náms. Sú aðferð sem notuð er í dag er í formi námslána. Skoðað voru kerfin hjá Lánasjóði íslenskra námsanna (LÍN) og hjá SU í Danmörku og voru kerfin síðan b...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Árnadóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/840
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja námsmönnum jafnan rétt til náms. Sú aðferð sem notuð er í dag er í formi námslána. Skoðað voru kerfin hjá Lánasjóði íslenskra námsanna (LÍN) og hjá SU í Danmörku og voru kerfin síðan borin saman. Helsti munur á námsaðstoð milli LÍN og SU er að í Danmörku er meiri hluti námsaðstoðarinnar í formi styrkja meðan hún er í formi námslána á Íslandi. Einnig eru endurgreiðslur á Íslandi ,,félagslegri” en þær eru tekjutengdar og greiðast því upp í samræmi við tekjur lánþega og upphæðar skuldar og af þessu ræðst helst endurgreiðslutími lána. í Danmörku er fastur ára fjöldi sem fer eftir upphæð lána. Einnig bera námslánin í Danmörku hærri vexti en þeir eru fjögur prósent meðan á námi stendur og eftir nám eru það forvextir auk eitt prósent, sem voru í lok árs 2006 fjögur og hálf prósent. Námslán á Íslandi bera eitt prósent eftir að námi líkur en eru verðtryggð. Hluti útlána hjá LÍN eru fjármögnuð með lánum frá Endurlánum ríkisins, meðalvextir á lánum sem LÍN er með hjá þeim eru 5,04%. Þessi prósentu tala var notuð í útreikningum sem ávöxtunarkrafa við núvirðingu endurgreiðslna, til að finna út framlag ríkisins á endurgreiðslutíma. Niðurstöður höfundar eru, að LÍN gæti tekið upp ,,dönsku leiðina” án þess að þurfa að auka svo mikið framlög sín. Skattatekjur koma til baka til ríkisins ef styrkurinn er skattskyldur og munu vega upp á móti framlaginu, sem væri til viðbótar því, sem áður var. Lykilorð: Framlag Lánasjóður íslenskra námsmanna Námslán Styrkir SU