Summary: | Erindi með sama titli er aðgengilegt hér: http://hdl.handle.net/1946/10259 Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna aðlögun pólskra innflytjenda og launþega á Íslandi, greina þætti sem hafa áhrif á menningarlega aðlögun þeirra og hvaða hvatir lágu að baki ákvörðun þeirra að yfirgefa heimaland sitt. Þángað til í lok siðustu aldar voru einungis um 2% íbúa á Íslandi innflytjendur. Frá þeim tíma og sérstaklega eftir 2004 hefur Ísland orðið áfangastaður og þá um leið Íslendingar gestgjafar fjölda innflytjenda. Þar sem landið er orðið fjölmeningarlegt er þörf á nýrri nálgun hjá félagstöfnunnum og öðrum sem fást við málefni innflytjenda. Um leið myndast áskorun, einkum fyrir stjórnendur fyrirtækja, sem fást á beinan hátt við innflytjendur á vinnustöðum. Þessi rannsókn sem byggð var á úrtaki 230 pólskra innflytjenda og launþega, sýnir að aðal hvati þeirra til aða yfirgefa heimaland sitt eru peningar, leit að nýrri vinnu, tryggja starf í betra hagkerfi og öðlast fleiri og betri tækifæri. Niðurstöður benda jafnframt til þess að fjárhagur og góð lifsskilyrði eru aðal hvatinn að komunni til Íslands. Almenn hæfni pólskra innflytjenda og launþega í íslenskri tungu virðist léleg. Þeir sem töku þátt í kónnuninni gáfu Íslensku kúnattu sinni meðaleinkunin 2,73 á 7 skala kvarða hvað varðar skilning, framburð, lestur og ritun málsins, sem er undir meðaltali. Niðustöðurnar sýna að pólskum innflytjedum og launþegum gengur vel að laga sig við ástæður að eftirfarandi fjorum atriðum (einkunn 5,03 á 7 skala kvarðanu), almennum kringumstæðum, húsnæði, umhverfi og loftslagi. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að pólskir innflytjendur og launþegar laga sig vel að vinnustöðum sínum. Þátttakendur gáfu sjálfum sér einkunina 4,81 varðandi eigin aðlögun að vinnustöðum, þ.e. vinnustaðli og kröfum, sambandi við yfirboðara og sérstökum væntingum í vinnunii. Þessi rannsókn sýnir einnig að pólskum innflytjendur og launþegar eiga erfiðast með að laga sig að samskiptum og samneyti við Íslendinga, með meðaleinkunina 3,52 í níu atriðum á 7 punkta kvarða. ...
|