Kosningar til sveitarstjórna

Ritgerðin fjallar um kosningar til sveitarstjórna. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað í grófum dráttum um upphaf sveitarfélaga, þróun þeirra í gegnum tíðina og stöðu þeirra í stjórnkerfi Íslands. Stiklað var á stóru um þróun ákvæða varðandi sveitarstjórnarkosningar og gerð grein fyrir helstu atriðu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Erla Kolbeinsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8178
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um kosningar til sveitarstjórna. Í upphafi ritgerðarinnar er fjallað í grófum dráttum um upphaf sveitarfélaga, þróun þeirra í gegnum tíðina og stöðu þeirra í stjórnkerfi Íslands. Stiklað var á stóru um þróun ákvæða varðandi sveitarstjórnarkosningar og gerð grein fyrir helstu atriðum í framkvæmd út frá gildandi lögum um sveitarstjórnarkosningar nr. 5/1998. Meginumfjöllunarefni ritgerðarinnar lýtur að þeim reglum og sjónarmiðum sem stuðst er við þegar gildi atkvæða er metið í sveitarstjórnarkosningum en mat á gildi atkvæða getur haft bein áhrif á kosningaúrslit. Farið var yfir þau ákvæði laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 sem mæla fyrir um hvernig atkvæði skuli metin og gerð athugun á því hvernig þeim hefur verið beitt í framkvæmd. Samanburður var gerður við samhljóða reglur sem fylgt er við mat á gildi atkvæða í alþingiskosningum skv. ákvæðum í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Í ljós kom misræmi í framkvæmd við mat á gildi atkvæða og því var gerð athugun á því hvernig reglur um mat á gildi atkvæða eru í lögum um sveitarstjórnarkosningar í Danmörku. Í ljós kom að mun nákvæmari leiðbeiningar eru í dönskum rétti um hvernig beri að meta gildi atkvæða og komist var að þeirri niðurstöðu í ljósi mistaka við mat á gildi atkvæða í íslenskum sveitarstjórnakosningum að líklega væri betra að hafa reglur um mat á gildi atkvæða meira í ætt við þær reglur sem um það efni gilda í dönskum rétti. Til nánari skýringa var í umfjölluninni höfð hliðsjón af dómaframkvæmd, stjórnvaldsúrskurðum og álitum umboðsmanns Alþingis sem varpað gátu ljósi á tiltekin atriði. Í lokin var horft til framtíðar og gerð grein fyrir þeim breytingum á fyrirkomulagi sveitarstjórnarkosninga sem hafa verið í umræðunni og hugsanlegt er að verði að veruleika áður en langt um líður. Fjallað var um hugsanlegar breytingar á ákvæðum gildandi laga varðandi persónukjör og þróun í átt til rafrænna kosninga. Velt var upp ýmsum álitamálum sem að persónukjörskerfum lúta og varðandi það að færa kosningaframkvæmd á rafrænt form.