Orðræða þróunar og andóf gegn henni. Samanburður á birtingarmyndum þróunarorðræðu á Íslandi og erlendis

Hér verður farið yfir birtingarmyndir orðræðu þróunar, annars vegar í hinum svokölluðu þróunarlöndum og hins vegar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að bera saman þróunarorðræðu í þriðja heiminum og í „þróuðu“ landi og varpa með því ljósi á alþjóðleika hennar. Til þess verður notast við kenninga...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Katrín Tryggvadóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8077
Description
Summary:Hér verður farið yfir birtingarmyndir orðræðu þróunar, annars vegar í hinum svokölluðu þróunarlöndum og hins vegar á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar er að bera saman þróunarorðræðu í þriðja heiminum og í „þróuðu“ landi og varpa með því ljósi á alþjóðleika hennar. Til þess verður notast við kenningar Foucault um orðræðu og stjórnvisku. Rætt verður um hugtakið þróun sem er afar umdeilt og sýnt fram á valdatengsl innan þróunarorðræðunnar. Í þeim tilgangi að sýna fram á þessi valdatengsl er notast við hugmyndir Abu-Lughod um andóf sem leið til að greina vald. Því snýr rannsóknin að því að kanna andóf gegn þróunarverkefnum, þá helst þeim sem byggja á uppbyggingu stóriðju. Viðhorf þeirra sem hafa stundað slíkt andóf var kannað. Notast var við eigindlega aðferðafræði og byggja niðurstöðurnar á viðtölum, óformlegum samræðum og þátttökuathugun. Viðtöl voru tekin við einstaklinga sem hafa starfað með grasrótarhreyfingum sem berjast fyrir verndun náttúrunar og landréttindum fólks í þriðja heims löndum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að orðræða þróunar sé að miklu leyti sambærileg á Íslandi og í þriðja heims löndum. Andóf gegn þróunarverkefnum tekur ennfremur á sig svipaðar birtingarmyndir hér á landi og erlendis. Hið sama gildir um viðbrögð ríkja og stjórnvalda við andófinu. In this essay the discourse of development and its representations are discussed, both in the so-called developing countries and in Iceland. The main goal of the research is to compare the discourse of development in the Third World with the discourse in a „developed“ country and thereby to show the international character of this discourse. I discuss the highly criticized concept of development as well as the power relations within the development discourse. To do so I use the ideas of Abu-Lughod, of resistance as a method to analyze power. Therefore the research deals with resistance against development projects, in particular industrialization projects. The viewpoints of people who have resisted such projects were explored. The research ...