„Maður skilgreinir svolítið sjálfan sig í gegnum vinnuna.“ Viðhorf starfsfólks fjármálafyrirtækja í kjölfar atvinnumissis

Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði atvinnulausum einstaklingum til muna og er svo komið að atvinnuleysi á Íslandi hefur aldrei verið eins mikið og nú. Atvinnumissir getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga og varðar bæði líkamlega og andlega heilsu, félagslega stöðu, fjárhag og f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sæunn Gísladóttir 1963-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8064
Description
Summary:Í kjölfar bankahrunsins árið 2008 fjölgaði atvinnulausum einstaklingum til muna og er svo komið að atvinnuleysi á Íslandi hefur aldrei verið eins mikið og nú. Atvinnumissir getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir einstaklinga og varðar bæði líkamlega og andlega heilsu, félagslega stöðu, fjárhag og fjölskyldur. Markmið rannsóknarinnar er að kanna viðhorf starfsmanna fjármálafyrirtækja sem misstu vinnuna í kjölfar efnahagshrunsins og fá innsýn í þeirra orðræðu. Rannsóknin byggir á eigindlegri rannsóknaraðferð. Tekin voru tólf viðtöl við einstaklinga, fjörutíu ára og eldri, sem misstu störf sín í hópuppsögnum eða vegna hagræðingar. Í viðtölunum tjáðu viðmælendur sig um upplifun sína og reynslu eftir atvinnumissinn. Niðurstöðurnar gefa til kynna að uppsagnirnar hafi haft talsverð neikvæð áhrif á líðan og sjálfsmynd einstaklinganna. Flestum viðmælendum leið einnig illa í aðdraganda hrunsins en þá var mörgum samstarfsmönnum þeirra sagt upp störfum. Að mati viðmælenda skiptir aldur miklu máli þegar leitað er að nýju starfi, þar sem þeim hefur gengið illa í atvinnuleit og sumir eru hreinlega búnir að gefast upp. Athygli vekur að þátttakendur telja sig ekki eiga í fjárhagserfiðleikum þótt flestir hafi þurft að draga saman seglin. Almennt fannst viðmælendum illa staðið að uppsögnunum og þeim ber saman um að samskipti þeirra við Vinnumálastofnun séu neikvæð. Þess ber að geta að þeir viðmælendur sem misstu störf sín vegna hópuppsagna töldu Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja standa sig vel hvað varða stuðning og upplýsingar í kjölfar uppsagnarinnar. As a result of the collapse of the banking system in Iceland 2008, unemployment increased dramatically and now unemployment has never been as high in the country. Being unemployed can result in negative effects on physical and mental health, social status, economy and ones family. The aim of this research is to study the attitude and life discourse of employees that lost their jobs in banks after the bank collapse. The research method is qualitative. Individuals, 40 years ...