Kostir Íslands utan ESB. Afstaða aðildarandstæðinga

Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu í júlí árið 2009, eftir samþykki Alþingis. Frá upphafi hefur málið verið bitbein milli stjórnarflokkanna tveggja Samfylkingar og VG. Meirihluti stjórnarandstöðunnar hefur beitt sér hart gegn aðild landsins að ESB og sumir hverjir hafa vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorbjörg Pálmadóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/8032
Description
Summary:Ríkisstjórn Íslands sótti um aðild Íslands að Evrópusambandinu í júlí árið 2009, eftir samþykki Alþingis. Frá upphafi hefur málið verið bitbein milli stjórnarflokkanna tveggja Samfylkingar og VG. Meirihluti stjórnarandstöðunnar hefur beitt sér hart gegn aðild landsins að ESB og sumir hverjir hafa viljað stöðva umsóknarferlið sjálft. Hagsmunasamtök hafa einnig beitt sér af krafti gegn aðild, síðastliðin ár og skiptar skoðanir eru meðal almennings. Í ritgerð þessari er leitast við að greina hvernig talsmenn nokkurra helstu andstæðinga Evrópusambands aðildar Íslands, sjá stöðuna fyrir sér utan ESB, í dag og í framtíðinni, út frá alþjóðasamskiptum, viðskiptum, gjaldeyrismálum og stöðu lands og þjóðar. Ritgerðin er unnin úr fyrirliggjandi gögnum, annars vegar og hins vegar úr frumheimildum, í formi eigindlegrar rannsóknar, þar sem viðtöl voru tekin við fimm yfirlýsta andstæðinga aðildar, annars vegar úr hópi forsvarsmanna hagsmunasamtaka og hins vegar þingmanna á Alþingi Íslendinga. Skoðanir andstæðinga Evrópusambandsaðildar Íslands eru samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar á þá leið að standi Ísland áfram utan ESB í framtíðinni, muni það eftir sem áður eiga í miklum og góðum samskiptum við Evrópusambandið í gegnum EES-samningin, sem muni halda sér í einhverskonar formi. Skipt verði um gjaldmiðil þegar fram líða stundir, trúlega með einhliða upptöku annars gjaldmiðils. Samvinna verði meiri meðal strandríkjanna, Íslands, Noregs, Færeyja og Grænlands, meðal annars vegna sameiginlegra hagsmuna varðandi málefni norðurskautsins. Með opnun siglingaleiðarinnar um norðurskautið aukist mikilvægi landsins og möguleikar á auknum viðskiptum við fjarlæg lönd. Abstract The Icelandic government applied for EU membership in July 2009. This movement has created much debate in Iceland. The two left-wing parties represented in the Icelandic parliament, the Left Green Movement (LGM) and the Social Democratic Party (SDA), strongly oppose the initiative while some members argue that all attempts to pursue EU membership should be ...