Samþætt heilbrigðis- og félagsþjónusta fyrir aldraða. Fræðileg samantekt

Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi mun öldruðum fjölga hlutfallslega á komandi áratugum. Með hækkandi aldri aukast líkur á langvinnum sjúkdómum sem kalla á margháttaða aðstoð frá hinu opinbera. Á liðnum áratugum hefur verið þróuð fjölbreytt heimaþjónusta, bæði heilbrigðis- og félagsþjónusta sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Elísabet Pétursdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7991
Description
Summary:Á Íslandi sem og í hinum vestræna heimi mun öldruðum fjölga hlutfallslega á komandi áratugum. Með hækkandi aldri aukast líkur á langvinnum sjúkdómum sem kalla á margháttaða aðstoð frá hinu opinbera. Á liðnum áratugum hefur verið þróuð fjölbreytt heimaþjónusta, bæði heilbrigðis- og félagsþjónusta sem miðar að því að uppfylla líkamlegar, andlegar og félagslegar þarfir eldri borgara. Flest sveitarfélög hafa slíka þjónustu og er markmið hennar að gera öldruðum kleift að eyða ævikvöldinu eins lengi og hægt er á heimili sínu. Hér á landi er ábyrgð á þjónustu fyrir aldraðra í heimahúsum á hendi tveggja aðila, sveitarfélögin bera ábyrgð á félagsþjónustu en ríkið á heimahjúkrun. Yfirlýst stefna stjórnvalda er að færa málaflokk aldraðra yfir til sveitarfélaganna og samtvinna þessa þjónustu undir sameiginlega stjórn þar sem sveitarfélögin verða ábyrg fyrir framkvæmd og fjárhag. Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar var tvíþættur, í fyrsta lagi að skoða hver væri ávinningur samþættingar heilbrigðis- og félagsþjónustu fyrir aldraðra í heimahúsum og í öðru lagi að kanna hvað einkennir árangursrík samþættingarverkefni á því sviði. Fræðilega samantektin byggir á rannsókna- og yfirlitsgreinum frá árunum 2000-2011 auk tímamótagreina sem birtust fyrir þann tíma. Samkvæmt niðurstöðum samantektarinnar er megin tilgangur samþættingarinnar annars vegar að auka hagkvæmni og skilvirkni og hins vegar að auka gæði þjónustunnar og ánægju skjólstæðinganna. Árangursríkustu samþættingarverkefnin fela meðal annars í sér þjónustustjóra/þjónustustjórnun, eina þjónustugátt, einstaklingshæfða áætlun og mat, árangursríka teymisvinnu og góða eftirfylgni. Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu hefur sýnt að aldraðir geta lengur notið lífsins á eigin heimili sé vel staðið að hverjum þjónustuþætti og samþættingu þeirra. In Iceland, just as in every western country, the number of older people will grow in the next decades. Higher age calls for more government support given the fact that the number of complex health problems will grow as well. In ...