„Maður þarf að fara í einhvern skóla." Hugmyndir og þekking barna á námi og störfum

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hugmyndir og þekkingu tíu ára börn hafa um nám og störf og hvort þau gætu nefnt starf sem þau langar að gegna í framtíðinni. Einnig var skoðað hvaða þættir hafa áhrif á val þeirra, hvort þau tengi skólagöngu við störf og hvernig þau taka ákvarðanir. Ran...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Sólveig Lövdahl 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7947
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvaða hugmyndir og þekkingu tíu ára börn hafa um nám og störf og hvort þau gætu nefnt starf sem þau langar að gegna í framtíðinni. Einnig var skoðað hvaða þættir hafa áhrif á val þeirra, hvort þau tengi skólagöngu við störf og hvernig þau taka ákvarðanir. Rannsóknin fór fram í einum grunnskóla í Reykjavík og eru niðurstöður hennar byggðar á skriflegum verkefnum tíu ára barna í tuttugu barna bekk, sem ekki hafa hlotið náms- og starfsfræðslu á skólagöngunni, ásamt viðtölum við tíu þeirra. Niðurstöður sýna að börnin eru farin að velta fyrir sér framtíðarstörfum og geta öll nefnt óskastörf sín en tengja skólagöngu sína ekki við þau nema ef þau tengjast áhugamálum þeirra. Vinsælustu störfin tengjast íþróttum og listsköpun. Áhugi virðist hafa mest áhrif á starfsval þeirra en starf foreldra hefur ekki teljanleg áhrif. Það er einstaklingsbundið hversu skýra mynd börnin hafa af skólakerfinu en þau þekkja fjölbreytt störf úr atvinnulífinu, sem þau virðast sjálf hafa aflað sér upplýsinga um með margvíslegum hætti. Börnin segjast oft eiga erfitt með ákvarðanatöku og leita til foreldra með aðstoð. Meirihluti viðmælenda segist hafa hug á því að fara í framhaldsskóla en nefnir aldrei hugtakið iðn- eða tækninám í svörum sínum. The purpose of this research was to study the ideas and knowledge ten year old children have about education and occupations. They were asked to name occupations they wanted to have in the future and the reason for choosing those particular occupations, as well as others they are familiar with. They were also asked how they make decisions. The research took place in a fifth grade class with twenty children in an elementary school in Reykjavík which had not received vocational guidance. The results are based on a written assignment given to the whole class in which they were asked to write down the names of the occupations they aspire to and other occupations they are familiar with. Ten children were interviewed with open ended questions. The results show that all ...