Autism in Iceland. Prevalence, diagnostic instruments, development, and association of autism with seizures in infancy

Evald Sæmundsen Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegur 5, 200 Kópavogur tölvupóstfang: evald@greining.is Markmið: Að meta algengi einhverfu og einhverfurófsraskana (ER); að skoða samsvörun greiningartækja sem notuð voru til að greina ER; að lýsa stöðugleika og breytingum hjá börnum á l...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Evald Sæmundsen 1948-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: 2008
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7863
Description
Summary:Evald Sæmundsen Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, Digranesvegur 5, 200 Kópavogur tölvupóstfang: evald@greining.is Markmið: Að meta algengi einhverfu og einhverfurófsraskana (ER); að skoða samsvörun greiningartækja sem notuð voru til að greina ER; að lýsa stöðugleika og breytingum hjá börnum á leikskólaaldri með ER; að lýsa tengslum milli kippaflogaveiki ungbarna (KFU) og annarra floga á fyrsta æviári við ER; að skoða hvort KFU spái meiri áhættu fyrir ER borið saman við önnur óvakin flog. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru börn sem voru greind með ER og skráð á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Barna- og unglingageðdeild Landspítalans ásamt börnum sem höfðu komið á barnadeildir spítalana og greinst með óvakin flog á fyrsta æviári. Skilgreining á einhverfu var byggð á ICD-10, en til að athuga hvort einkenni uppfylltu greiningarskilmerki var stuðst við greiningartækin Autism Diagnostic Interview-Revised (ADI-R), Childhood Autism Rating Scale (CARS) og Autism Diagnostic Observation Schedule (ADOS). Viðeigandi þroskaprófum var beitt í öllum tilvikum í samræmi við aldur og þroska. Niðurstöður: Lægra algengi einhverfu fannst í hópi fæddum 1974-1983 heldur en í hópi fæddum 1984-1993, eða 4.2/10,000 (95% vikmörk, 2.3-6.2) og 13.2/10,000 (95% vikmörk, 9.8-16.6) en báðum hópum var fylgt eftir til 1. desember 1998. Í nokkuð yngri hópi, fæddum 1992-1995, sem fylgt var eftir til 1. janúar 2004, var algengi allra ER 48/10,000 (95% vikmörk, 37.9-58.0). Samsvörun milli ADI-R og CARS var 66.7% (κ = .40) þegar skilgreiningu ADI-R á einhverfu var beitt (að greiningarmörkum væri náð á öllum þremur einkennasviðum). Samsvörun milli greiningartækjana jókst í 83.3% (κ = .66), þegar lækkaður var þröskuldur á ADI-R skilgreiningu. Hópurinn sem náði greiningarmörkum bæði á ADI-R og CARS var vitsmunalega skertari og í honum voru fleiri stúlkur en hópnum sem náði aðeins greiningarmörkum á CARS. Í eftirfylgdarrannsókn á börnum á leikskólaaldri minnkuðu einkennieinhverfu, eins og þau voru skilgreind á CARS, frá tíma 1. til ...