Þróun samkennslu staðnema og fjarnema á Menntavísindasviði Háskóla Íslands : rannsóknar- og þróunarverkefni í deiglunni

Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands var tekin sú ákvörðun að skólaárið 2010–2011 yrði stað- og fjarnemum á námskeiðum í grunnnámi kennt saman. Stefnt er að því að þetta verði meginregla en til þessa hefur stað- og fjarnemum ekki verið kennt saman nema þegar nemendur hafa verið svo fáir að námskeið...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þuríður Jóhannsdóttir 1952-, Sólveig Jakobsdóttir 1958-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7857
Description
Summary:Á Menntavísindasviði Háskóla Íslands var tekin sú ákvörðun að skólaárið 2010–2011 yrði stað- og fjarnemum á námskeiðum í grunnnámi kennt saman. Stefnt er að því að þetta verði meginregla en til þessa hefur stað- og fjarnemum ekki verið kennt saman nema þegar nemendur hafa verið svo fáir að námskeið hefðu annars fallið niður. Spyrja má hvort samkennsla stað- og fjarnema sé góð lausn til að mæta niðurskurði eða æskileg þróun í háskólakennslu. Hver er hugsanlegur ávinningur og hvað tapast við þessa kerfisbreytingu (kennslufræðilega, stofnanalega og fjárhagslega)? Í þessari grein er þróun samkennslu á Menntavísindasviði lýst, svo og fyrirhugaðri rannsókn á vormisseri 2011. Ætlunin er að safna gögnum meðal nemenda, kennara og stjórnenda í þeim tilgangi að nýta niðurstöðurnar til að meta þessa nýbreytni í skipulagi og stuðla að áframhaldandi þróun náms og kennslu á sviðinu. A recent decision has been made in the School of Education at the University of Iceland to co-teach campus and distance learners in combined groups. This applies to undergraduate courses in the teacher education program which until 2010-2011 have been taught separately. This poses several questions from different perspectives (financial, pedagogical and organisational). This article will describe the developments which led to the decision and present a research study which will be conducted during the spring semester 2011. Data will be gathered from students, teachers, and administrators and the results will be used to evaluate this change, thus contributing to further development of teaching and learning at the School of Education.