Sjálfstjórn : forsenda farsældar á fyrstu skólaárunum

Ráðstefnurit Netlu Sjálfstjórn hegðunar vísar til hæfni barna til að stýra athygli sinni og vinnsluminni og getu þeirra til að halda aftur af hegðun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjálfstjórnar fyrir velgengni í skóla. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl sjálfstjórnar og...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Steinunn Gestsdóttir 1971-, Freyja Birgisdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7854
Description
Summary:Ráðstefnurit Netlu Sjálfstjórn hegðunar vísar til hæfni barna til að stýra athygli sinni og vinnsluminni og getu þeirra til að halda aftur af hegðun. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi sjálfstjórnar fyrir velgengni í skóla. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl sjálfstjórnar og læsis meðal íslenskra barna á fyrstu grunnskólaárunum. Þátttakendur voru 111 börn (58,6% drengir) sem voru að meðaltali 6,6 ára á fyrra ári rannsóknarinnar og 7,5 ára á því síðara. Tvær mælingar á sjálfstjórn voru notaðar. Önnur byggir á beinni mælingu rannsakenda á hegðun barnanna en hin á matslista fyrir kennara. Hæfni barna til sjálfstjórnar samkvæmt báðum mælingum í fyrsta bekk spáði fyrir um gengi þeirra í læsi. Stúlkur skoruðu hærra en drengir á báðum sjálfstjórnarmælingunum. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að börn hafi góða sjálfstjórnarhæfni við upphaf skólagöngu. Þýðing niðurstaðnanna fyrir starf í leik- og grunnskóla er rædd. Behavioral self-regulation includes children's abilities to control their attention and short-term memory, and to inhibit a response. These skills are critical for school success. The goal of the present longitudinal study is to examine the relation between self-regulation among Icelandic children in first grade and reading in second grade. There have been no previous studies of self-regulation among children in Iceland. 111 children participated (58.6% boys; mean age in 1st grade = 6.6 years; mean age in 2nd grade = 7.5 years). Two measures of self-regulation were used; a behavioral measure and an assessment tool for teachers. Higher scores on both self-regulatory measures were positively related to measures of reading. Girls scored higher than boys on both self-regulation measures, i.e., the behavioral measure and according to teachers’ assessment. The findings underscore the importance of self-regulatory abilities for early school success. Implications for education are discussed.