n-3 Fatty acids in red blood cells from pregnant and non-pregnant women in Iceland. The relationship to n-3 fatty acid intake, lifestyle and pregnancy outcome

Fæðingarþyngd íslenskra barna er óvenju há borið saman við tölur frá flestum öðrum Evrópuþjóðum og útkoma meðgöngu góð. Langt fram á 20. öldina einkenndist fæði Íslendinga af neyslu sjávarfangs og lýsis, sem er ríkt af fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunum eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Ragna Magnúsardóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Doctoral or Postdoctoral Thesis
Language:English
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7840
Description
Summary:Fæðingarþyngd íslenskra barna er óvenju há borið saman við tölur frá flestum öðrum Evrópuþjóðum og útkoma meðgöngu góð. Langt fram á 20. öldina einkenndist fæði Íslendinga af neyslu sjávarfangs og lýsis, sem er ríkt af fjölómettuðu ómega-3 fitusýrunum eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA). EPA er forveri prostaglandína og annarra eikósanóíða sem auka blóðflæði til fylgju. DHA gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þroska fósturs og fylgjan flytur DHA sértækt úr blóði móðurinnar til fóstursins. Mikið er af DHA í frumuhimnum heila og taugakerfisins, þar sem hún eykur fljótanleika himnanna og er talin taka þátt í boðefnaflutningi. Fyrstu vikur meðgöngunnar skipta ekki síður máli fyrir þroska fósturs en seinni hluti meðgöngu. Það er því mikilvægt að konur á barneignaraldri hafi forða af ómega-3 fitusýrum þegar til getnaðar kemur. Fitusýrusamsetning rauðfrumna segir til um stöðu fjölómettaðra fitusýra hjá einstaklingi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna fitusýrusamsetningu rauðfrumna frá þunguðum og óþunguðum konum á barneignaraldri, og bera hana saman við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu. Fylgni milli neyslu ómega-3 fitusýra, lífshátta og útkomu meðgöngu var könnuð meðal 549 þungaðra kvenna tvisvar á meðgöngu. Rauðfrumusýni voru tekin úr 176 þessara kvenna, fitusýrusamsetning könnuð og borin saman við neyslu, lífshætti og útkomu meðgöngu. Rauðfrumusýni voru einnig tekin úr 45 óþunguðum konum á barneignaraldri, fitusýrusamsetning könnuð og borin saman við neyslu og lífshætti. Jákvæð fylgni var milli neyslu ómega-3 fitusýra og hluts þeirra í rauðfrumum bæði meðal þungaðra og óþungaðra kvenna. Fjölþátta aðhvarfsgreining á neyslu, lífsháttum og útkomu meðgöngu hjá öllum þunguðu konunum leiddi í ljós að neysla lýsis í byrjun meðgöngu tengdist aukinni þyngd nýbura þegar leiðrétt hafði verið fyrir meðgöngulengd og lífsháttum. Reykingar og áfengisneysla tengdust aftur á móti minni fæðingarþyngd. Aukinn hlutur ómega-3 fitusýra í rauðfrumum í byrjun meðgöngu tengdist léttari fylgju þegar leiðrétt hafði verið ...