Sálfélagslegir þættir, streita og starfsánægja akademískra starfsmanna Háskóla Íslands

Sálfélagslegir þættir, streita og starfsánægja akademískra starfsmanna Háskóla Íslands voru skoðuð í þessari rannsókn. Markmiðið var að kanna áhrif sálfélagslegra þátta á vinnustreitu ásamt því að skoða tengsl vinnustreitu við starfsánægju og skynjaða streitu. Tilgangurinn með rannsókninni er að nið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Birna Einarsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7837
Description
Summary:Sálfélagslegir þættir, streita og starfsánægja akademískra starfsmanna Háskóla Íslands voru skoðuð í þessari rannsókn. Markmiðið var að kanna áhrif sálfélagslegra þátta á vinnustreitu ásamt því að skoða tengsl vinnustreitu við starfsánægju og skynjaða streitu. Tilgangurinn með rannsókninni er að niðurstöður geti komið að gagni við ákvarðanir er varða stefnu HÍ í mannauðsmálum. Gagnasöfnun fór fram með rafrænum spurningalista en notast var við Norræna spurningalistann um sálfélagslega þætti í vinnunni (QPSNordic 34+, stytt útgáfa) og PSS – Streitukvarða (e. Perceived stress scale, stytt útgáfa). Einnig var bætt við nokkrum aukaspurningum. Var listinn sendur út til allra akademískra starfsmanna Háskóla Íslands, í apríl 2010, samtals 566 starfsmanna. Svarhlutfall var 39,9%. Settar voru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar: 1) Er vinnustreita ríkjandi meðal akademískra starfsmanna HÍ? 2) Eru akademískir starfsmenn almennt ánægðir í sínu starfi? 3) Hvaða áhrif hafa sálfélagslegir þættir á vinnutengda streitu og hvaða þættir vega þar þyngst? 4) Hver eru áhrif vinnustreitu á starfsánægju þessa hóps? 5) Er samband á milli vinnustreitu og skynjaðrar streitu? Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinnustreita sé ríkjandi hjá akademískum starfsmönnum HÍ. Gefa niðurstöður til kynna að helstu áhrifaþættir vinnustreitu þessa hóps séu starfskröfur (þ.e. hlutlægt og huglægt vinnuálag) og skynjun á hlutverki. Þeir sem upplifðu óskýra skynjun á hlutverki sínu á vinnustaðnum voru líklegri til að upplifa meiri vinnustreitu en aðrir. Starfskröfurnar og sérstaklega hið hlutlæga vinnuálag virðist þó vera stærsti áhrifavaldur streitu í starfi akademískra starfsmanna skólans. Almennt virðist ríkja mikil starfsánægja meðal þessa starfshóps. Sterk tengsl voru á milli vinnustreitu og skynjaðrar streitu. Miðlungssterk tengsl voru á milli vinnustreitu og starfsánægju en að meðaltali voru þeir starfsmenn sem fundu stundum fyrir streitu í sínu starfi, hvað ánægðastir. Í því sambandi virðist hinn gullni meðalvegur vera bestur, hvað ...