Á sömu leið : starfendarannsókn á mótum leik- og grunnskóla

Ráðstefnurit Netlu Í greininni er fjallað um starfendarannsóknina Á sömu leið sem fram fór í þremur grunnskólum og þremur leikskólum í Reykjavík. Hugtakið starfendarannsókn hefur verið notað yfir rannsóknir sem unnar eru af kennurum í skólum í þeim tilgangi að þróa og bæta eigið starf og skapa nýja...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhanna Einarsdóttir 1952-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7833
Description
Summary:Ráðstefnurit Netlu Í greininni er fjallað um starfendarannsóknina Á sömu leið sem fram fór í þremur grunnskólum og þremur leikskólum í Reykjavík. Hugtakið starfendarannsókn hefur verið notað yfir rannsóknir sem unnar eru af kennurum í skólum í þeim tilgangi að þróa og bæta eigið starf og skapa nýja þekkingu. Kennarar, sem taka þátt í slíkum rannsóknum, beina athyglinni að eigin starfsháttum, móta og prófa nýjar leiðir og gera athuganir á því hvernig til tekst með því að afla gagna sem síðan eru greind og túlkuð. Rannsóknin var samstarfsverkefni leikskóla- og grunnskólakennara og rannsakenda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að stuðla að samstarfi kennara í leik- og grunnskólum, auka tengsl skólastiganna og skapa samfellu í námi ungra barna. Rannsóknin, sem hófst á vormisseri 2009, var unnin á vegum Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna (RannUng) í samstarfi við Leikskólasvið og Menntasvið Reykjavíkurborgar. The article presents an action research study On the same path that was conducted in three playschools and three primary schools in Reykjavik. Action research has been used to describe research conducted by teachers in schools with the aim of changing and improving their practices. Teachers who participate in action research focus on their own practices. New methods that are developed in part by the teachers themselves are tried out. Records are made of the actions that are taken, and data are gathered and analyzed throughout the study period. The study was collaboration between the participating teachers and researchers at The School of Education, University of Iceland. The aim of the project was to create a partnership between playschools and primary schools in Iceland and to promote educational continuity and flexibility in early childhood education. The study began in 2009 and was conducted under the auspices of The Center for Research in Early Childhood Education (RannUng) and the City of Reykjavík.