Kennarinn í skóla án aðgreiningar : áhrifavaldar á hugmyndir og skilning íslenskra og hollenskra grunnskólakennara

Ráðstefnurit Netlu Þessi grein byggir á eigindlegri rannsókn [1], einkum viðtalsgögnum, sem framkvæmd var í fjórum grunnskólum, tveimur á Íslandi og tveimur í Hollandi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka, lýsa og túlka hugmyndir og skilning grunnskólakennara í löndunum um kennarann í skóla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hermína Gunnþórsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7803
Description
Summary:Ráðstefnurit Netlu Þessi grein byggir á eigindlegri rannsókn [1], einkum viðtalsgögnum, sem framkvæmd var í fjórum grunnskólum, tveimur á Íslandi og tveimur í Hollandi. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að rannsaka, lýsa og túlka hugmyndir og skilning grunnskólakennara í löndunum um kennarann í skóla án aðgreiningar og hvernig ólíkur menningarlegur bakgrunnur og ríkjandi skólastefna hvors lands hefur áhrif á mótun hugmynda þeirra og skilning. Niðurstöður benda til þess að töluverður munur sé á skilningi og hugmyndum kennaranna um skóla án aðgreiningar og að þann mun megi skýra að einhverju leyti með mismunandi skipan menntakerfis og stefnu. Jafnframt benda niðurstöður til þess að margt orki tvímælis varðandi skilning kennara annars vegar og framkvæmd menntastefnu um skóla án aðgreiningar hins vegar sem leiðir meðal annars til þess að starfsfólki skóla reynist erfitt að greina hvaða starfshættir leiða til aðgreiningar og útilokunar nemenda og hverjir ekki. This paper reports some of the results of a qualitative study conducted in four primary schools, two in Iceland and two in the Netherlands. The overall aim of the study is to explore, describe and interpret the ideas and understanding of primary school teachers about the teacher in an inclusive school and how a different cultural background and the predominant education policy in each country shapes teachers‘ ideas and understanding. The findings suggest that there are considerable differences between teachers´ ideas and understanding in these countries, and that these differences can be explained by different structures and policies. Additionally, the findings indicate that there are many debatable issues concerning, on the one hand, teachers‘ ideas and understanding and on the other, the implementation of the inclusive school policy. This in turn means that school staff find it difficult to distinguish between procedures which lead to discrimination and exclusion of students and those who do not.