Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Markmið með greininni eru annars vegar að varpa ljósi á mikilvægi fjölbreyttra kennarahópa fyrir fjölbreytta nemendahópa og hins vegar að fjalla um mikilvægi þess að í skólastarfi sé litið á fjölbreytileikann sem auðlind á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar. Meginspurningar sem leitast er við að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hanna Ragnarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2010
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7802
Description
Summary:Markmið með greininni eru annars vegar að varpa ljósi á mikilvægi fjölbreyttra kennarahópa fyrir fjölbreytta nemendahópa og hins vegar að fjalla um mikilvægi þess að í skólastarfi sé litið á fjölbreytileikann sem auðlind á tímum fólksflutninga og hnattvæðingar. Meginspurningar sem leitast er við að svara eru hvaða hag fjölbreyttir nemendahópar hafa af fjölbreyttum kennarahópum og hvernig margvísleg reynsla fjölbreyttra nemenda- og kennarahópa nýtist í skólastarfi. Með hugtakinu fjölbreyttir er hér vísað til fjölbreyttrar menningar, tungumála og trúarbragða sérstaklega, auk þess fjölbreytileika sem almennt býr í kennarahópum. Meginniðurstöður greinarinnar eru að fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar á Íslandi upplifi jaðarstöðu og að framlag þeirra til skólastarfs sé vanmetið. Byggja þurfi á þeim auð sem nemendur af ólíkum uppruna flytja með sér inn í skólakerfið og á sama hátt þurfi að leggja áherslu á mikilvægi þverþjóðlegrar hæfni meðal kennara. Enn fremur skorti heildstæða sýn í kennaramenntun þar sem þarfir fjölmenningarsamfélags eru lagðar til grundvallar og tekið mið af hnattvæðingu. The aim of the paper is firstly, to emphasize the importance of diverse teachers for diverse learners and secondly, to discuss the importance of considering diversity as a resource in times of migration and globalization. The main questions are how diverse teachers benefit diverse learners and how schools can build on the varied experience of diverse learners and teachers. In the paper, diverse refers to diverse cultures, languages and religions particularly. The main findings in the paper are that diverse teachers and diverse learners in Iceland experience marginalization and that their contributions to schools are underrated. Resources that diverse learners bring to schools should be harnessed, as should transnational competences among teachers. Finally, teacher education lacks a general vision which takes into account the multiculturality of society and globalization.