Undirbúningur markaðssetningar fæðubótarefnis : Saga Pro til Svíþjóðar

Viðfangsefni ritgerðarinnar er að leggja drög að markaðsáætlun vegna markaðssetningar fæðubótarefnisins Saga Pro sem fyrirtækið Saga Medica framleiðir úr íslenskri ætihvönn og hyggst markaðssetja í Svíþjóð. Saga Pro dregur úr næturþvaglátum sem er eitt einkenna góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Regína Hjaltadóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2011
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/7542
Description
Summary:Viðfangsefni ritgerðarinnar er að leggja drög að markaðsáætlun vegna markaðssetningar fæðubótarefnisins Saga Pro sem fyrirtækið Saga Medica framleiðir úr íslenskri ætihvönn og hyggst markaðssetja í Svíþjóð. Saga Pro dregur úr næturþvaglátum sem er eitt einkenna góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils. Áhersla ritgerðarinnar er á markaðsrannsóknir þar sem innra og ytra umverfi fyrirtækisins er greint og dregin fram helstu atriði sem teljast til samkeppnisyfirburða, styrkleika, veikleika, ógnana og tækifæra. Í kjölfarið eru lagðar fram hugmyndir um lykilþætti til árangurs, markmið og stefnumótun til þess að ná settum markmiðum. Helstu niðurstöður eru þær að samkeppnisyfirburðir og helsti lykilþáttur til árangurs reynast í megin dráttum vera sami hluturinn, klínísk rannsókn á Saga Pro. Einnig að fýsileiki sænska markaðarins sé nokkuð góður; meðal annars vegna vaxandi eftirspurnar og kaupmáttar og vegna hagstæðrar gengisþróunar. Lagt var til að fyrirtækið legði áherslu á kynningarmarkmið og mótaði stefnu til að ná þeim markmiðum. Útbúin yrði kynningaráætlun í framhaldi af stefnumótun þar sem áhersla væri á að koma réttum skilaboðum á réttan hátt til réttra aðila. Það er von höfundar að ritgerðin nýtist sem grundvöllur til ákvarðanatöku fyrir Saga Medica varðandi markaðssetningu Saga Pro í Svíþjóð. Lykilorð:  Saga Medica  Fæðubótarefni  Markaðsrannsókn  Svíþjóð  Markaðsáætlun The subject of this thesis is to prepare the marketing of a dietary supplement named Saga Pro, which the company Saga Medica produces from the Icelandic herb angelica and wants to market in Sweden. Main emphasis is on market research, where internal and external analyses are conducted and as a result; main weaknesses, strengths, opportunities, threats and competitive advantages are identified. Then ideas are presented on key success factors, marketing objectives and strategy. The main results were that the company´s competitive advantage and the industry´s main key success factor were in fact basically the same; a clinical research on Saga ...